Íslenski boltinn

Allir leikir í fyrstu og annarri umferð Pepsi Max karla í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik FH og Vals á Kaplakrikavellinum í fyrra.
Frá leik FH og Vals á Kaplakrikavellinum í fyrra. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnuáhugafólk fær tækifæri til að sjá alla leikina í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildar karla í sumar.

Knattspyrnusamband Íslands hélt í dag upplýsingafund fyrir fjölmiðla í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var yfir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er fram undan. Birkir Sveinsson, mótsstjóri KSÍ, hélt fyrirlestur um nýtt leikjaplan.

Birkir tilkynnti það á fundinum í dag að vegna áhorfendatakmarkana í júní munu allir leikir í fyrstu og annarri umferð Pepsi Max karla verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikirnir í fyrstu og annarri umferð Pepsi Max deild karla fara því allir fram á mismunandi tíma og verða allir sýndir til að gefa knattspyrnuáhugafólki tækifæri til að sjá lið sín spila.

Eftir þessar tvær fyrstu umferðir vonast KSÍ til að áhorfendatakmörkunum verði létt að einhverju leiti.

Umferðirnar líta þannig út með dagsetningum og tímasetningum:

1. umferð Pepsi Max deildar karla:

Laugardagur 13. júní

  • Kl. 20.00 Valur - KR

Sunnudagur 14. júní

  • Kl. 13.30 HK - FH
  • Kl. 15.45 ÍA - KA
  • Kl. 18.00 Víkingur R. - Fjölnir
  • Kl. 20.15 Breiðablik - Grótta

Mánudagur 15. júní

  • Kl. 19.15 Stjarnan - Fylkir

2. umferð Pepsi Max deildar karla:

Laugardagur 20. júní

  • Kl. 13.30 KA - Víkingur R.
  • Kl. 15.45 Grótta - Valur
  • Kl. 18.00 KR - HK
  • Kl. 20.15 FH - ÍA

Sunnudagur 21. júní

  • Kl. 16.45 Fjölnir - Stjarnan
  • Kl. 19.15 Fylkir - Breiðablik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×