Bó söng í jarðarför og það voru tólf að hlusta Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 11:04 Bó segir horfur fyrir sviðslistamenn með miklum ósköpum. Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, söngvari – Bó – skóf ekki af því í viðtali í Bítinu nú í morgun. Og hætti sér inn á jarðsprengjubelti. En nú er að duga eða drepast. Í viðtalinu fór hann yfir stöðuna eins og hún horfir við tónlistarmönnum. Sem er skelfileg. Hann greindi meðal annars frá því að til hafi staðið að hann myndi syngja í nokkrum jarðarförum nú í vor. Það hafi verið ein og það voru 12 viðstaddir. „Það hefur myndast flöskuháls, allar fermingarnar, allar giftingarnar, og öll þessi hátíðarhöld, það er búið að fresta þessu öllu fram á haust. Ég ætlaði að syngja í nokkrum og fleiri vinir mínir. Ég er búinn að taka eina jarðarför þar sem voru 12 manns. Og allt á að gerast í haust?!“ Vísir hefur greint frá því að hrollur fór um gjörvallan tónlistarbransann þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tilkynnti að hin svokallaða tveggja metra regla yrði út árið. Sviðslistarmenn sáu sína sæng upp reidda því þetta þýddi það einfaldlega að engir tónleikar né leiksýningar yrðu nema með afar ströngum skilyrðum. Hefðbundnir 1.800 tónleikar í Eldborg færu niður í 200 gesti. Ekkert uppúr þessu streymi að hafa „Þetta er ofsalega erfitt. Stórar leiksýningar og stórar sönghátíðir þarfnast gífurlegs undirbúnings. Það er ekki hægt að segja: Það er búið að taka metrana, halda því í næstu viku, það er ekkert hægt. Ungt fólk sem er í tónlist sér ekki fram á að geta haldið tónleika. Og það er ekkert hægt að streyma endalaust. Það er bara ekkert hægt. Bæði sjónvarpsstöðvarnar og listamenn, það er bara ekkert uppúr þessu að hafa. Þetta er lifibrauð.“ Bó telur það vart gerlegt að hólfa salina niður, hann veit ekki hvernig það á að ganga upp: „Bíddu, á þá Skúli og fjölskylda, sem eru tíu manns sem eru að fara í Hörpuna, og þau vilja hafa metrana, og þá taka þau gott pláss. Svo er er Lúlli vera með sína fjölskyldu. Og þau vilja ekki hafa neina metra. Þau vilja bara sitja saman. Er þetta valkvætt? Eða er þetta skipun? Eða hvað?“ Að mati Björgvins er þetta alls ekki nógu skýrt. Hann tekur skýrt fram að hann virðir það starf Þórólfur og þau í þríeykinu hafa innt af hendi. Og Þórólfur hefur dregið í land með þau ummæli sín að um væri að ræða fyrirskipun um tvo metra, þetta væru tilmæli. „Já, ég veit það en þá komum við að Lúlla og fjölskyldu sem vill ekki hafa metrana en Siggi vill það.“ Siggi verður bara að sitja heima Björgvin var spurður hvort það yrði þá ekki svo að vera að Siggi myndi sleppa því að mæta. Bó taldi það einsýnt. „Já, þessir metrar. Þeir sem vilja þá, þeir sitja þá bara heima. Ég er búinn að vera í hálfgerðri sóttkví í þrjá mánuði. Það er valkvætt. Ég ákvað það bara fyrir mig.“ Bó dregur upp sviðsmynd á þessum fordæmalausu tímum. Hann veit ekki hvernig hægt er að halda tónleika ef Siggi og fjölskylda vill hafa tveggja metra regluna í heiðri, sú fjölskylda taki þá sitt pláss, meðan Lúlli og fjölskylda vilja bara sitja saman. Að sögn Bós hangir mikið á spýtunni. Sjálfur hefur hann árlega staðið fyrir tónleikaröð fyrir jól, Jólagestir Björgvins, „Já, mér sýnist að það sé aðeins verið að draga í land sem er gott. En þú heldur ekkert tónleika í Laugardalshöll eða Hörpunni fyrir 300 manns. Það er bara svoleiðis. Hún er nú nógu dýr fyrir skal ég nú bara segja hér fyrir framan alþjóð. Okkar jólagestir eru svo stórir og mikið umfang að það tekur marga mánuði að undirbúa þetta. Svo þarf að markaðssetja þetta, selja þetta, þannig að þetta er voðalega vond staða,“ segir Bó. En segir að hann sé nú þegar byrjaður að undirbúa tónleikana þrátt fyrir allt. Og það er kostnaðarsamt. Öll ekónómían riðar til falls „Þetta er nefnilega orðið svo mikið tvíeggja sverð. Við megum vera heppin að búa á litla Íslandi eyju úti á miðju Atlantshafinu miðað við hvað er að koma fyrir löndin úti í heimi. Bretland, England og útum allan heim, þá megum við bara þakka fyrir. En nú er komið svoleiðis að ef við förum aðeins erlendis, þá segja menn: Við verðum að opna. Annars fer allt á hausinn. Ekónómían fer bara á hausinn, þúsundir fyrirtækja og hérna líka. Hvað á að gera í því?“ spyr söngvarinn. Bó segist fréttafíkill og hann hafi fylgst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum þar sem umræðan er farin að snúast um það að fara að opna fylkin, annars fari þau bara á hausinn. Meðan aðrir vilja ekki opna. En það sé að duga eða drepast. Víst er að Bó er að tipla á jarðsprengjusvæði, þau sjónarmið sem hann tæpir á eru umdeild. Strax í kynningu á viðtali við hann voru ýmsir á athugasemdakerfinu farnir að láta ljós sitt skína. Einn þar segir, grjótharður við lyklaborðið: „Þá skrifast á tónlistarmenn þegar covid nær sér á strik á ný.“ En, þá er vert að hafa hugfasta varnagla sem Bó slær í viðtalinu: „Sko, áður en við byrjum á þessu vil ég taka það fram að ég og mínir kollegar, tónlistarmenn og sviðslistamenn og leikhúsfólks, gerum okkur fulla grein fyrir alvarleika málsins. Erkifjandi sem enginn veit hvaðan kom og enginn veit hvað er.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Bó lætur tveggja metra regluna heyra'ða Bítið heldur áfram að stinga á kýlum og velta steinum eins og þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni er einum lagið. 7. maí 2020 06:45 Tónleikahaldarar anda léttar eftir skýringar sóttvarnalæknis Framkvæmdastjóri Senu segir að tónleikahaldarar líti nú mun bjartari augum til næstu mánaða en þeir gerðu í gær, þegar óttast var að tveggja metra reglan svokallaða yrði í gildi til ársloka. 6. maí 2020 21:16 Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55 Tveggja metra reglan ávísun á meiriháttar tjón fyrir tónlistarfólk Tónlistarmenn sjá sæng sína upp reidda eftir að sóttvarnarlæknir boðaði tveggja metra reglu til ársloka. 5. maí 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, söngvari – Bó – skóf ekki af því í viðtali í Bítinu nú í morgun. Og hætti sér inn á jarðsprengjubelti. En nú er að duga eða drepast. Í viðtalinu fór hann yfir stöðuna eins og hún horfir við tónlistarmönnum. Sem er skelfileg. Hann greindi meðal annars frá því að til hafi staðið að hann myndi syngja í nokkrum jarðarförum nú í vor. Það hafi verið ein og það voru 12 viðstaddir. „Það hefur myndast flöskuháls, allar fermingarnar, allar giftingarnar, og öll þessi hátíðarhöld, það er búið að fresta þessu öllu fram á haust. Ég ætlaði að syngja í nokkrum og fleiri vinir mínir. Ég er búinn að taka eina jarðarför þar sem voru 12 manns. Og allt á að gerast í haust?!“ Vísir hefur greint frá því að hrollur fór um gjörvallan tónlistarbransann þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tilkynnti að hin svokallaða tveggja metra regla yrði út árið. Sviðslistarmenn sáu sína sæng upp reidda því þetta þýddi það einfaldlega að engir tónleikar né leiksýningar yrðu nema með afar ströngum skilyrðum. Hefðbundnir 1.800 tónleikar í Eldborg færu niður í 200 gesti. Ekkert uppúr þessu streymi að hafa „Þetta er ofsalega erfitt. Stórar leiksýningar og stórar sönghátíðir þarfnast gífurlegs undirbúnings. Það er ekki hægt að segja: Það er búið að taka metrana, halda því í næstu viku, það er ekkert hægt. Ungt fólk sem er í tónlist sér ekki fram á að geta haldið tónleika. Og það er ekkert hægt að streyma endalaust. Það er bara ekkert hægt. Bæði sjónvarpsstöðvarnar og listamenn, það er bara ekkert uppúr þessu að hafa. Þetta er lifibrauð.“ Bó telur það vart gerlegt að hólfa salina niður, hann veit ekki hvernig það á að ganga upp: „Bíddu, á þá Skúli og fjölskylda, sem eru tíu manns sem eru að fara í Hörpuna, og þau vilja hafa metrana, og þá taka þau gott pláss. Svo er er Lúlli vera með sína fjölskyldu. Og þau vilja ekki hafa neina metra. Þau vilja bara sitja saman. Er þetta valkvætt? Eða er þetta skipun? Eða hvað?“ Að mati Björgvins er þetta alls ekki nógu skýrt. Hann tekur skýrt fram að hann virðir það starf Þórólfur og þau í þríeykinu hafa innt af hendi. Og Þórólfur hefur dregið í land með þau ummæli sín að um væri að ræða fyrirskipun um tvo metra, þetta væru tilmæli. „Já, ég veit það en þá komum við að Lúlla og fjölskyldu sem vill ekki hafa metrana en Siggi vill það.“ Siggi verður bara að sitja heima Björgvin var spurður hvort það yrði þá ekki svo að vera að Siggi myndi sleppa því að mæta. Bó taldi það einsýnt. „Já, þessir metrar. Þeir sem vilja þá, þeir sitja þá bara heima. Ég er búinn að vera í hálfgerðri sóttkví í þrjá mánuði. Það er valkvætt. Ég ákvað það bara fyrir mig.“ Bó dregur upp sviðsmynd á þessum fordæmalausu tímum. Hann veit ekki hvernig hægt er að halda tónleika ef Siggi og fjölskylda vill hafa tveggja metra regluna í heiðri, sú fjölskylda taki þá sitt pláss, meðan Lúlli og fjölskylda vilja bara sitja saman. Að sögn Bós hangir mikið á spýtunni. Sjálfur hefur hann árlega staðið fyrir tónleikaröð fyrir jól, Jólagestir Björgvins, „Já, mér sýnist að það sé aðeins verið að draga í land sem er gott. En þú heldur ekkert tónleika í Laugardalshöll eða Hörpunni fyrir 300 manns. Það er bara svoleiðis. Hún er nú nógu dýr fyrir skal ég nú bara segja hér fyrir framan alþjóð. Okkar jólagestir eru svo stórir og mikið umfang að það tekur marga mánuði að undirbúa þetta. Svo þarf að markaðssetja þetta, selja þetta, þannig að þetta er voðalega vond staða,“ segir Bó. En segir að hann sé nú þegar byrjaður að undirbúa tónleikana þrátt fyrir allt. Og það er kostnaðarsamt. Öll ekónómían riðar til falls „Þetta er nefnilega orðið svo mikið tvíeggja sverð. Við megum vera heppin að búa á litla Íslandi eyju úti á miðju Atlantshafinu miðað við hvað er að koma fyrir löndin úti í heimi. Bretland, England og útum allan heim, þá megum við bara þakka fyrir. En nú er komið svoleiðis að ef við förum aðeins erlendis, þá segja menn: Við verðum að opna. Annars fer allt á hausinn. Ekónómían fer bara á hausinn, þúsundir fyrirtækja og hérna líka. Hvað á að gera í því?“ spyr söngvarinn. Bó segist fréttafíkill og hann hafi fylgst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum þar sem umræðan er farin að snúast um það að fara að opna fylkin, annars fari þau bara á hausinn. Meðan aðrir vilja ekki opna. En það sé að duga eða drepast. Víst er að Bó er að tipla á jarðsprengjusvæði, þau sjónarmið sem hann tæpir á eru umdeild. Strax í kynningu á viðtali við hann voru ýmsir á athugasemdakerfinu farnir að láta ljós sitt skína. Einn þar segir, grjótharður við lyklaborðið: „Þá skrifast á tónlistarmenn þegar covid nær sér á strik á ný.“ En, þá er vert að hafa hugfasta varnagla sem Bó slær í viðtalinu: „Sko, áður en við byrjum á þessu vil ég taka það fram að ég og mínir kollegar, tónlistarmenn og sviðslistamenn og leikhúsfólks, gerum okkur fulla grein fyrir alvarleika málsins. Erkifjandi sem enginn veit hvaðan kom og enginn veit hvað er.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Bó lætur tveggja metra regluna heyra'ða Bítið heldur áfram að stinga á kýlum og velta steinum eins og þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni er einum lagið. 7. maí 2020 06:45 Tónleikahaldarar anda léttar eftir skýringar sóttvarnalæknis Framkvæmdastjóri Senu segir að tónleikahaldarar líti nú mun bjartari augum til næstu mánaða en þeir gerðu í gær, þegar óttast var að tveggja metra reglan svokallaða yrði í gildi til ársloka. 6. maí 2020 21:16 Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55 Tveggja metra reglan ávísun á meiriháttar tjón fyrir tónlistarfólk Tónlistarmenn sjá sæng sína upp reidda eftir að sóttvarnarlæknir boðaði tveggja metra reglu til ársloka. 5. maí 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Bó lætur tveggja metra regluna heyra'ða Bítið heldur áfram að stinga á kýlum og velta steinum eins og þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni er einum lagið. 7. maí 2020 06:45
Tónleikahaldarar anda léttar eftir skýringar sóttvarnalæknis Framkvæmdastjóri Senu segir að tónleikahaldarar líti nú mun bjartari augum til næstu mánaða en þeir gerðu í gær, þegar óttast var að tveggja metra reglan svokallaða yrði í gildi til ársloka. 6. maí 2020 21:16
Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55
Tveggja metra reglan ávísun á meiriháttar tjón fyrir tónlistarfólk Tónlistarmenn sjá sæng sína upp reidda eftir að sóttvarnarlæknir boðaði tveggja metra reglu til ársloka. 5. maí 2020 12:26