Leiðir til að draga úr snjallsímanotkun á meðan fólk er í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2020 09:00 Það er auðvelt að truflast af snjallsímanum. Vísir/Getty Samkvæmt könnun sem CareerBuilder gerði í Bandaríkjunum segist 55% starfsmanna verða fyrir truflunum í vinnunni af símanum. Til viðbótar við símann eru háværir samstarfsmenn nefndir, hávaði í vinnuumhverfinu og áreiti tölvupósta og skilaboða. Þá sýna nýlegar niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Zenith stóð að í Bandaríkjunum að fullorðnir verja um þremur klukkustundum og 30 mínútum á dag í netnotkun snjallsíma. Zenith áætlar að þessi notkun muni aukast og verða yfir fjórir klukkutímar á dag árið 2021. Reyndar kemur fram í þessum niðurstöðum að þeir sem nota símann hvað mest eru nú þegar að verja um fjórum klukkustundum og 30 mínútum á dag í símanotkun. Hvað geta stjórnendur gert? Business News Daily er vefsíða fyrir smærri rekstraraðila og fyrirtæki. Í umfjöllun vefsíðunnar er bent á nokkrar leiðir sem stjórnendur geta farið til að draga úr símanotkun starfsmanna á vinnutíma. Ein leiðin er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu, sem þýðir að vinnan er meira metin af verkefnaskilum en viðveru á sérstökum tíma. Önnur leið er að þjálfa starfsfólk í núvitund og nýta núvitundina til að kenna fólki að láta tilkynningar í símanum ekki trufla sig, til dæmis tilkynningar samfélagsmiðla. Enn önnur leið er að setja reglur um stuttar pásur þar sem samið er um það fyrirfram að þær séu nýttar til að kíkja á símann sinn frekar en þegar þér er ætlað að vera að vinna. Starfsfólk vill líka fá að ráða sér sjálft En starfsmenn vilja líka fá að stýra sínum tíma og símanotkun svolítið sjálfir. Enda má deila um það hver er í rauninni í ábyrgð fyrir vinnutímanum, stjórnendurnir eða starfsmennirnir sjálfir. Eitt ráð fyrir hvern og einn getur til dæmis verið að aftengja tilkynningar frá samfélagsmiðlum á vinnutíma og draga þannig úr truflunum. Í stað þess að setja reglur sem snúa að símanotkun, er stjórnendum bent á að góð leið geti falist í því að leggja almennt meiri áherslu á vellíðan starfsfólks, þar á meðal svefn. Rökin fyrir þessu eru þau að vellíðan starfsfólks eykur á alla skilvirkni, fólk á til dæmis auðveldara með að einbeita sér ef því líður vel og er úthvílt. Þjálfun gegn truflun Þjálfun er líka nefnd til sögunnar sem ráð. Þjálfunin felst þá í því að þjálfa fólk í að varast truflanir og trufla sjálft sem minnst. Einfaldar reglur geta til dæmis falist í því að þegar samstarfsfélagi er með heyrnartól á sér, má ekki trufla viðkomandi. Ekkert frekar en almenn regla er að trufla fólk ekki sem situr inni í lokuðu fundarherbergi. Þjálfunin er þannig samspil þjálfunar fyrir vinnustaðinn og meðvitundar um einbeitingu á vinnutengdum verkefnum. Loks er á það bent að næðisrými geti líka hentað vel þar sem starfsfólki gefst kostur á að bregða sér aðeins afsíðis þegar fólk hefur þörf á að hvíla sig örstutt frá vinnu, meðal annars með því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða annað í símanum. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Samkvæmt könnun sem CareerBuilder gerði í Bandaríkjunum segist 55% starfsmanna verða fyrir truflunum í vinnunni af símanum. Til viðbótar við símann eru háværir samstarfsmenn nefndir, hávaði í vinnuumhverfinu og áreiti tölvupósta og skilaboða. Þá sýna nýlegar niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Zenith stóð að í Bandaríkjunum að fullorðnir verja um þremur klukkustundum og 30 mínútum á dag í netnotkun snjallsíma. Zenith áætlar að þessi notkun muni aukast og verða yfir fjórir klukkutímar á dag árið 2021. Reyndar kemur fram í þessum niðurstöðum að þeir sem nota símann hvað mest eru nú þegar að verja um fjórum klukkustundum og 30 mínútum á dag í símanotkun. Hvað geta stjórnendur gert? Business News Daily er vefsíða fyrir smærri rekstraraðila og fyrirtæki. Í umfjöllun vefsíðunnar er bent á nokkrar leiðir sem stjórnendur geta farið til að draga úr símanotkun starfsmanna á vinnutíma. Ein leiðin er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu, sem þýðir að vinnan er meira metin af verkefnaskilum en viðveru á sérstökum tíma. Önnur leið er að þjálfa starfsfólk í núvitund og nýta núvitundina til að kenna fólki að láta tilkynningar í símanum ekki trufla sig, til dæmis tilkynningar samfélagsmiðla. Enn önnur leið er að setja reglur um stuttar pásur þar sem samið er um það fyrirfram að þær séu nýttar til að kíkja á símann sinn frekar en þegar þér er ætlað að vera að vinna. Starfsfólk vill líka fá að ráða sér sjálft En starfsmenn vilja líka fá að stýra sínum tíma og símanotkun svolítið sjálfir. Enda má deila um það hver er í rauninni í ábyrgð fyrir vinnutímanum, stjórnendurnir eða starfsmennirnir sjálfir. Eitt ráð fyrir hvern og einn getur til dæmis verið að aftengja tilkynningar frá samfélagsmiðlum á vinnutíma og draga þannig úr truflunum. Í stað þess að setja reglur sem snúa að símanotkun, er stjórnendum bent á að góð leið geti falist í því að leggja almennt meiri áherslu á vellíðan starfsfólks, þar á meðal svefn. Rökin fyrir þessu eru þau að vellíðan starfsfólks eykur á alla skilvirkni, fólk á til dæmis auðveldara með að einbeita sér ef því líður vel og er úthvílt. Þjálfun gegn truflun Þjálfun er líka nefnd til sögunnar sem ráð. Þjálfunin felst þá í því að þjálfa fólk í að varast truflanir og trufla sjálft sem minnst. Einfaldar reglur geta til dæmis falist í því að þegar samstarfsfélagi er með heyrnartól á sér, má ekki trufla viðkomandi. Ekkert frekar en almenn regla er að trufla fólk ekki sem situr inni í lokuðu fundarherbergi. Þjálfunin er þannig samspil þjálfunar fyrir vinnustaðinn og meðvitundar um einbeitingu á vinnutengdum verkefnum. Loks er á það bent að næðisrými geti líka hentað vel þar sem starfsfólki gefst kostur á að bregða sér aðeins afsíðis þegar fólk hefur þörf á að hvíla sig örstutt frá vinnu, meðal annars með því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða annað í símanum.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira