Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 20:47 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí. Skipulag Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí.
Skipulag Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira