Viðskipti innlent

Arion lokar útibúinu í Hveragerði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Útibú Arion banka í Borgartúni 18 fær nýtt hlutverk.
Útibú Arion banka í Borgartúni 18 fær nýtt hlutverk. Vísír/Vilhelm Gunnarsson

Arion banki hyggst loka útibúi sínu við Sunnumörk í Hveragerði. Starfsemi þess verður sameinuð útibúi bankans á Selfossi. Þessu munu ekki fylgja uppsagnir né aðrar breytingar á starfsemi bankans á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Arion.

Meðfram þessu verður öll almenn fyrirtækjaþjónusta Arion banka á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í Borgartúni 18 frá og með 15. maí. Almenn þjónusta til einstaklinga mun þar með leggjast af í Borgartúni 18 „nema að því leyti að fjármálaráðgjafar munu áfram taka á móti viðskiptavinum sem eiga fyrirfram bókaðan tíma,“ að því er segir í tilkynningu Arion.

Fyrir utan Borgartún 18 og útibú bankans í Hveragerði, sem mun sameinast útibúi Arion banka á Selfossi sem fyrr segir, munu útibú bankans aftur taka á móti gestum frá og með 12. maí en þó með takmörkunum. Þremur af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu var lokað meðfram samkomubanni vegna kórónuveirunnar. Nánar má lesa um opnunartíma útibúa Arion banka hér.

Fréttin var uppfærð eftir að nánari upplýsingar bárust frá Arion






Fleiri fréttir

Sjá meira


×