Ferill Margrétar Láru gerður upp: „Fallegur endir á fallegri sögu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 13:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir 5-1 sigur Vals á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Valur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55