Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. desember 2019 22:17 Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur. Kjaramál Reykjavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Öflug skjálftahrina á Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Öflug skjálftahrina á Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Sjá meira