Árskort í sund og líkamsrækt í jólagjöf frá Rangárþingi eystra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 12:30 Á Hvolsvelli er glæsileg 25 metra útilaug og á sundlaugarsvæðinu eru 2 heitir potta og vaðlaug, auk rennibrautar og gufubaðs. Rangárþing eystra Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári. Jól Rangárþing eystra Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári.
Jól Rangárþing eystra Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira