Innlent

Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði

Jakob Bjarnar skrifar
Ásmundur Friðriksson er sem fyrr á ferð og flugi og það kostar.
Ásmundur Friðriksson er sem fyrr á ferð og flugi og það kostar. visir/vilhelm

Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem helst er á ferðinni en fyrstu tíu mánuði ársins er kostnaður Alþingis vegna ökuferða hans 3,5 milljónir króna.

Kjarninn fjallar ítarlega um málið en Alþingi birti nýverið tölur um aksturskostnað þingmanna. Ásmundur hefur verið í kastljósinu að undanförnu vegna aksturskostnaðar. Hann vildi nota eigin bifreið í akstur en það gekk í bága við lög og hefur hann nú keyrt um á bílaleigubílum að undanförnu og það fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna þessa fyrstu tíu mánuði ársins auk þess sem Ásmundur hefur fengið 628 greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar.

Ásmundur er kóngurinn á listanum yfir þá þingmenn sem kosta þjóðina mest vegna aksturs.

Ásmundur Friðriksson 3,5 milljónir króna

Vilhjálmur Árnason 2,3 milljónir króna

Birgir Þórarinsson 1,6 milljónir króna

Guðjón S. Brjánsson 1,5 milljónir króna

Sigurður Páll Jónsson 1,5 milljónir króna

Haraldur Benediktsson 1,5 milljónir króna

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1,4 milljónir króna

Lilja Rafney Magnúsdóttir 1,2 milljónir króna

Líneik Anna Sævarsdóttir 1,0 milljónir króna

Þessi níu þingmenn taka 63 prósent af endurgreiðslum vegna aksturskostnaðar. Ásmundur er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári.

Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursgleði sinnar en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur bent á að akstur Ásmundar sé þannig ekki alltaf í tengslum við þingstörf hans eins og lög gera ráð fyrir heldur hafi hann í gegnum tíðina skráð aksturskostnað vegna snúninga í prófkjörsbaráttu og vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, sjónvarpsstöð sem þrátt fyrir þetta óbeina framlag þingsins fór á hausinn.


Tengdar fréttir

„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×