Biskup þakkaði björgunarsveitunum Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 12:27 Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Vísir Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi. Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi.
Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira