Mikki, Mína og Andrés áreitt í Disney-garðinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 16:27 Skilti sem vísar veginn að Disney World-skemmtigarðinum við Buena Vista-vatn í Flórída. AP/John Raoux Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum. Bandaríkin Disney Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum.
Bandaríkin Disney Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira