Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 17:21 Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið. Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan: Dýr Forseti Íslands Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan:
Dýr Forseti Íslands Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira