Íslenski boltinn

Valur semur við Magnús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari Vals en hann tók við liðinu á haustmánuðum.
Heimir Guðjónsson er þjálfari Vals en hann tók við liðinu á haustmánuðum. vísir/vilhelm

Magnús Egilsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla en Valsmenn staðfestu þetta í kvöld.

Vísir greindi frá því á dögunum að Magnús hafði æft með Valsliðinu undanfarna daga og vikur en Magnús er frá Færeyjum og lék sinn fyrsta landsleik í síðasta mánuði.

Heimir Guðjónsson tók við Val í vetur eftir að hafa stýrt HB undanfarin tvö ár.







Magnús lék síðustu tvö ár undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum þar sem hann varð bæði bikar- og Færeyjarmeistari en hann hefur nú samið við Val.

Magnúsi er ætlað að fylla skarð Bjarna Ólafs Eiríkssonar og keppa við Ívar Örn Jónsson um vinstri bakvarðarstöðuna hjá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×