Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:51 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15