Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:55 Jóhannes Stefánsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira