Maður féll í Núpá í Sölvadal Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 22:20 Frá Reykjavíkurflugvelli í kvöld þar sem kafarar sérsveitarinnar gera sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Laust fyrir klukkan 22 í kvöld barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá sem er í Sölvadal inn af Eyjafirði. Tveir menn voru að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Erfiðlega gekk hins vegar að komast á vettvang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til þess að fara á undan björgunarliðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni koma fjórir kafarar, tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tveir frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að hún muni lenda á vettvangi fyrir klukkan eitt. Erfiðlega gekk að ná aftur sambandi við þann sem tilkynnti um slysið vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn og hófu þeir upplýsingaöflun og leit. Maðurinn er ófundinn en björgunarsveitarmenn leita með ánni. Þá er verið að ræða við aðstandendur mannsins sem er týndur. Ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglu að svo stöddu en stefnt er að því að veita frekari upplýsingar klukkan þrjú í nótt.Fréttin var uppfærð klukkan 00:52. Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Laust fyrir klukkan 22 í kvöld barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá sem er í Sölvadal inn af Eyjafirði. Tveir menn voru að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Erfiðlega gekk hins vegar að komast á vettvang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til þess að fara á undan björgunarliðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni koma fjórir kafarar, tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tveir frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að hún muni lenda á vettvangi fyrir klukkan eitt. Erfiðlega gekk að ná aftur sambandi við þann sem tilkynnti um slysið vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn og hófu þeir upplýsingaöflun og leit. Maðurinn er ófundinn en björgunarsveitarmenn leita með ánni. Þá er verið að ræða við aðstandendur mannsins sem er týndur. Ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglu að svo stöddu en stefnt er að því að veita frekari upplýsingar klukkan þrjú í nótt.Fréttin var uppfærð klukkan 00:52.
Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira