Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 08:35 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins við Hafnartorg þangað sem Hringbraut hefur nú einnig flutt sig. Vísir/Vilhelm Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent. Fjölmiðlar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent.
Fjölmiðlar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira