Katrín Tanja: Ein erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:08 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætti í útsendinguna frá Dubai CrossFit mótinu. Mynd/Youtube/Dubai CrossFit Championship Katrín Tanja Davíðsdóttir kom í viðtal í útsendingu frá Dubai CrossFit mótinu og ræddi það leiðinlega hlutskipti sitt að geta ekki keppt á mótinu. Katrín Tanja var komin til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hafði eytt þar nokkrum dögum í að venjast aðstæðum og tímamismuninum. Katrín Tanja hefur verið á leiðinni til Dúbaí í mörg ár og ætlaði að keppa á Dubai CrossFit mótinu í fyrsta sinn. Ekkert varð þó að því því örlögin gripu í taumana. Hún varð hins vegar fyrir bakmeiðslum á æfingu sem á endanum urðu til þess að hún hætti við keppni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þurft að draga mig úr keppni vegna meiðsla,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem átti að vera meðal keppenda á Dubai CrossFit Championship „Bakið mitt á það til að stífna upp og hingað var tólf tíma flug. Æfingarnar gengu vel hjá mér en svo bólgnaði bakið upp fyrir nákvæmlega viku síðan,“ sagði Katrín Tanja. „Ég gat ekkert hreyft mig á föstudeginum eða laugardeginum. Þetta hefur gerst áður en þá hefur þetta lagast þegar allt hefur róast aftur,“ sagði Katrín Tanja sem missti samt bara úr laugardaginn og ætlaði að ná mótinu. Í fyrstu grein beið keppenda að lyfta þungum sandpokum og þá fann Katrín Tanja að hún væri ekki klár. „Ég vil keppa því ég elska að keppa. Ég gat bara tekið almennilega á þessum sandpokum. Þetta var ein erfiðast ákvörðunin sem ég hef tekið,“ sagði Katrín Tanja. „Ég vissi hvað væri réttast að gera ég vildi bara ekki að það væri þetta,“ sagði Katrín. Hún hjálpaði til við lýsinguna frá sjöundu greininni hjá stelpunum. CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir kom í viðtal í útsendingu frá Dubai CrossFit mótinu og ræddi það leiðinlega hlutskipti sitt að geta ekki keppt á mótinu. Katrín Tanja var komin til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hafði eytt þar nokkrum dögum í að venjast aðstæðum og tímamismuninum. Katrín Tanja hefur verið á leiðinni til Dúbaí í mörg ár og ætlaði að keppa á Dubai CrossFit mótinu í fyrsta sinn. Ekkert varð þó að því því örlögin gripu í taumana. Hún varð hins vegar fyrir bakmeiðslum á æfingu sem á endanum urðu til þess að hún hætti við keppni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þurft að draga mig úr keppni vegna meiðsla,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem átti að vera meðal keppenda á Dubai CrossFit Championship „Bakið mitt á það til að stífna upp og hingað var tólf tíma flug. Æfingarnar gengu vel hjá mér en svo bólgnaði bakið upp fyrir nákvæmlega viku síðan,“ sagði Katrín Tanja. „Ég gat ekkert hreyft mig á föstudeginum eða laugardeginum. Þetta hefur gerst áður en þá hefur þetta lagast þegar allt hefur róast aftur,“ sagði Katrín Tanja sem missti samt bara úr laugardaginn og ætlaði að ná mótinu. Í fyrstu grein beið keppenda að lyfta þungum sandpokum og þá fann Katrín Tanja að hún væri ekki klár. „Ég vil keppa því ég elska að keppa. Ég gat bara tekið almennilega á þessum sandpokum. Þetta var ein erfiðast ákvörðunin sem ég hef tekið,“ sagði Katrín Tanja. „Ég vissi hvað væri réttast að gera ég vildi bara ekki að það væri þetta,“ sagði Katrín. Hún hjálpaði til við lýsinguna frá sjöundu greininni hjá stelpunum.
CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira