Viðskipti innlent

Allt að 133 prósenta verðmunur á tölvuleikjum milli verslana

Sylvía Hall skrifar
Það gæti margborgað sig að gera verðsamanburð við tölvuleikjakaup.
Það gæti margborgað sig að gera verðsamanburð við tölvuleikjakaup. Vísir/Getty

Verðkönnun ASÍ á tölvuleikjum hefur leitt það í ljós að það getur borgað sig að gera verðsamanburð áður en keypt er í jólapakkana. Mikill verðmunur getur verið á tölvuleikjum milli verslana og var munurinn mestur 133 prósent.

Verðsamanburðurinn var gerður í fimm verslunum; Heimkaup, Geimstöðinni, Elko, Tölvuteki og Bræðrunum Ormsson og fór fram þann 12. desember.

Örðugt var að gera nákvæman samanburð þar sem sumir leikir voru ekki fáanlegir í öllum verslunum. Í sumum tilfellum voru einungis tvær verslanir með ákveðinn tölvuleik til sölu en þrátt fyrir það gat verið töluverður munur á verði, og í sumum tilfellum allt að fjögur þúsund krónur á milli verslana.

Í tilkynningu frá ASÍ hvetur verðlagseftirlit ASÍ neytendur til að gera verðsamanburð á jólagjöfum sama hvort það eru tölvuleikir, leikföng eða aðrar jólagjafir. Þá eru neytendur beðnir um að hafa í huga að verð á vörum geti breyst hratt á þessum árstíma.

Hér að neðan má sjá samanburðinn á verði tölvuleikja fyrir Playstation 4 tölvur.

ASÍ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×