Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:27 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39