Fjarþjónustan, tækifærin og líðan barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Líðan ungmenna skipta okkur öll máli. Í niðurstöðum síðustu könnunar Rannsóknar og greiningar kemur fram að ungmenni í 9. og 10. bekk eru í meira mæli en áður með einkenni þunglyndis og kvíða. Í Garðabæ er sérstök ástæða til þess að rýna í niðurstöður þar sem m.a. unglingsstúlkur í Garðabæ eru að skora töluvert hátt á kvarða sem mælir kvíðaeinkenni. Þegar niðurstöður sem þessar birtast er mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti og leita leiða til að sporna við. Stoðþjónustan gegnir hér lykilhlutverki og því mikilvægt að hugsa þær leiðir sem eru færar til að styðja við og efla alla þjónustu. Ein af mikilvægustu björgunum er forvörn og fræðsla og fyrsta hjálp. Hvar eru bjargirnar? Hvert geta ungmenni leitað með auðveldum og skjótum hætti? Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveldlega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Nú á tímum tæknivæðingar er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í henni felast því þau eru fjölmörg. Fjarþjónusta er ein leið sem til að mynda færir okkur nær alls konar þjónustu og auðvelda okkur aðgengið til muna og þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir velferðar- og menntakerfið til að gera betur í þágu barna og ungmenna. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, þ.e. tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnarskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mikillar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Það var því afar ánæjulegt að fá tillögu þess efnis samþykkta nýverið í bæjarstjórn Garðabæjar. Garðabær mun því að minnsta kosti gera tilraun til þess að bregðast við með ábyrgum hætti og í samstarfi við fagaðila sem sérhæfa sig í fjarþjónustu fyrir m.a. ungmenni. Tillagan felur í sér að bæjarstjórn feli fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir einni og hálfri milljón króna í formi styrkja til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum viðurkennda fjarþjónustu. Það er mikið fagnaðarefni að finna vilja til þess að bregðast við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp eins og slíkt er kallað og sjá hvaða áhrif það hefur. Fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Al-mennt er kallað eftir frekari úrræðum í formi fyrstu hjálpar til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun