Innlent

Örtröð í hundasnyrtingu fyrir jólin

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Sífellt fleiri eiga hunda og finnst að þeir eigi ekki síður að vera hreinir og fínir um jólin en aðrir í fjölskyldunni. Það er meira segja biðlisti eftir að komast að hjá hjá hundasnyrtistofunni Hundavinum fyrir þessi jól.

„Það er alveg örtröð hjá okkur. Eigendur vilja að hundarnir séu fínir um jólin eins og þeir, því þeir eru partur af fjölskyldunni. Hundarnir eru yfirleitt mjög þægir í snyrtingu hjá okkur og við lendum afar sjaldan í veseni með þá,“ segir Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundasnyrtir hjá Hundavinum

Það er alveg farið eftir kúnstarinnar reglum.

„Fyrst er feldurinn reittur, svo eru kinnar rakaðar, eyru og rass. Svo fer hann í bað og er klipptur eftir það,“ segir hún.  

Hundarnir voru hins vegar minna ánægðir með baðið. 

„Þeir eru ekkert rosalega ánægðir þegar þeir eru baðaðir, en sumum hundum finnst þetta gott. Þeir fá smá nudd. Eru þvegnir og fá svo hárnæringu,“ segir Lovísa Hlíf Helenudóttir starfsmaður hjá Hundavinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×