Markalaust í stórleiknum á Spáni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var hart barist á Nývangi
Það var hart barist á Nývangi vísir/getty

Markalaust varð í El Clasico, leik Barcelona og Real Madrid, á Camp Nou í Barcelona í kvöld.

Stórliðin tvö komu inn í þennan leik jöfn stiga á toppi La Liga deildarinnar og því mikið undir í þessum leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Leikurinn stóð þó ekki alveg undir nafni þegar kemur að mörkum því ekkert mark var skorað í leiknum.

Bæði lið fengu þó sín færi, snemma í leiknum bjargaði Gerard Pique á línu fyrir Barcelona og Sergio Ramos gerði það sama fyrir Real eftir um hálftíma leik.

Á 74. mínútu náði Gareth Bale að koma boltanum í netið en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu, Ferland Mendy var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi boltann áfram á Bale.

Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn á toppi deildarinnar, þau eru með fimm stiga forskot á Sevilla í þriðja sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira