Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: xxx Inngangur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Heit súkkulaðikaka er uppskrift dagsins. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Heit súkkulaðikaka - Aðventumolar Árna í Árdal Ég bragðaði fyrst heita súkkulaðiköku með blautum kjarna þegar ég fór á táningsaldri á hið sáluga veitingahús, Argentínu steikhús. Ánægjan við að sjá fljótandi súkkulaðið renna úr kökunni var engu lík og ég gat ekki hætt að hugsa um kökuna eftir á. Það var hins vegar hægara sagt en gert að finna uppskrift að svipuðum kökum enda ekkert Internet til á þessum tíma með þúsundum uppskrifta. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég fann loks eina á vef tímaritsins Texas Monthly og hef ég haldið mig við hana síðan. Í þáttunum baka ég kökurnar í canelé-formum, sem erfitt er að finna og algjörlega óþarfi nota því það getur verið nokkuð krefjandi að ná kökunum úr þeim. Ég mæli með því að baka kökurnar í eins skálum og notaðar eru fyrir crème brûlée eða ostafrauð, sem rúma tæpa 200 millilítra. Innihald 250 grömm dökkt súkkulaði, grófsaxað 250 grömm smjör, skorið í litla bita 5 egg 5 eggjarauður 100 grömm hveiti 100 grömm flórsykur 2 matskeiðar amaretto Smjör Kakóduft Leiðbeiningar Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og hrærið vel saman. Þeytið eggin og eggjarauðurnar í stórri skál þar til blandan er orðin létt, ljós og freyðandi. Blandið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast. Sigtið þá hveitið og flórsykurinn út súkkulaðiblönduna og hrærið öllu vel saman þar til ekkert hveiti er sjáanlegt. Bætið við amaretto. Smyrjið þunnu lagi af smjöri innan á 8 ofnfastar skálar sem hver rúmar tæplega 200 millilítra. Setjið botnfylli af kakódufti í eina skál, sláið í hana og snúið í höndunum um til að dreifa kakóinu jafnt um skálina. Látið afgangskakóið falla í næstu skál. Haldið svona áfram, koll af kolli, þar til allar skálarnar eru húðaðar. Hellið súkkulaðideiginu í hverja skál þannig að þær séu næstum barmafullar. Setjið skálarnar á bakka og frystið í sólarhring. Forhitið ofn í 220°C. Færið kökurnar beint úr frystinum inn í heitan ofninn og bakið þær í um 15 mínútur. Rennið litlum bitlausum hníf eftir hliðum kakanna til að losa þær ögn en passið að stinga ekki gat á þær. Leggið disk, sem bera á kökuna fram á, ofan á kökuna og notið ofnhanska til að hvolfa henni varlega á diskinn. Ef kakan losnar ekki er gott að renna hníf aftur eftir hliðum hennar til að losa hana frekar. Kakan á að vera dökk og vel bökuð að utan en heit og fljótandi að innan. Sáldrið flórsykri yfir kökuna og berið strax fram góðum vanilluís og ferskum hindberjum. Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Jól Jólamatur Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Lífið
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Heit súkkulaðikaka er uppskrift dagsins. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Heit súkkulaðikaka - Aðventumolar Árna í Árdal Ég bragðaði fyrst heita súkkulaðiköku með blautum kjarna þegar ég fór á táningsaldri á hið sáluga veitingahús, Argentínu steikhús. Ánægjan við að sjá fljótandi súkkulaðið renna úr kökunni var engu lík og ég gat ekki hætt að hugsa um kökuna eftir á. Það var hins vegar hægara sagt en gert að finna uppskrift að svipuðum kökum enda ekkert Internet til á þessum tíma með þúsundum uppskrifta. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég fann loks eina á vef tímaritsins Texas Monthly og hef ég haldið mig við hana síðan. Í þáttunum baka ég kökurnar í canelé-formum, sem erfitt er að finna og algjörlega óþarfi nota því það getur verið nokkuð krefjandi að ná kökunum úr þeim. Ég mæli með því að baka kökurnar í eins skálum og notaðar eru fyrir crème brûlée eða ostafrauð, sem rúma tæpa 200 millilítra. Innihald 250 grömm dökkt súkkulaði, grófsaxað 250 grömm smjör, skorið í litla bita 5 egg 5 eggjarauður 100 grömm hveiti 100 grömm flórsykur 2 matskeiðar amaretto Smjör Kakóduft Leiðbeiningar Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og hrærið vel saman. Þeytið eggin og eggjarauðurnar í stórri skál þar til blandan er orðin létt, ljós og freyðandi. Blandið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast. Sigtið þá hveitið og flórsykurinn út súkkulaðiblönduna og hrærið öllu vel saman þar til ekkert hveiti er sjáanlegt. Bætið við amaretto. Smyrjið þunnu lagi af smjöri innan á 8 ofnfastar skálar sem hver rúmar tæplega 200 millilítra. Setjið botnfylli af kakódufti í eina skál, sláið í hana og snúið í höndunum um til að dreifa kakóinu jafnt um skálina. Látið afgangskakóið falla í næstu skál. Haldið svona áfram, koll af kolli, þar til allar skálarnar eru húðaðar. Hellið súkkulaðideiginu í hverja skál þannig að þær séu næstum barmafullar. Setjið skálarnar á bakka og frystið í sólarhring. Forhitið ofn í 220°C. Færið kökurnar beint úr frystinum inn í heitan ofninn og bakið þær í um 15 mínútur. Rennið litlum bitlausum hníf eftir hliðum kakanna til að losa þær ögn en passið að stinga ekki gat á þær. Leggið disk, sem bera á kökuna fram á, ofan á kökuna og notið ofnhanska til að hvolfa henni varlega á diskinn. Ef kakan losnar ekki er gott að renna hníf aftur eftir hliðum hennar til að losa hana frekar. Kakan á að vera dökk og vel bökuð að utan en heit og fljótandi að innan. Sáldrið flórsykri yfir kökuna og berið strax fram góðum vanilluís og ferskum hindberjum.
Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Jól Jólamatur Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00