Íslenski boltinn

Hákon Rafn áfram á Nesinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hákon Rafn ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu.
Hákon Rafn ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu. mynd/grótta

Hinn stórefnilegi markvörður Gróttu, Hákon Rafn Valdimarsson, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Pepsi-deildarlið Gróttu. Hákon Rafn skrifaði undir tveggja ára samning við Seltirninga í dag.

Þessi drengur er fæddur árið 2001 og hefur staðið vaktina í marki Gróttu síðustu tvö sumur. Það hefur hann gert vel.

Hann lék alla leiki með Gróttu í fyrra er liðið vann Inkasso-deildina. Hann var svo valinn í úrvalslið fótbolti.net eftir tímabilið.

Hákon Rafn er unglingalandsliðsmarkvörður. Hefur verið að spila með U-19 ára liðinu og er kominn inn í hópinn hjá U-21 árs liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×