Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:49 Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn. Jól Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn.
Jól Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira