Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 13:56 Bernhardt Esau sést hér þiggja iPhone sem hann óskaði eftir á fyrsta fundi með blaðamanni Al Jazeera. Skjáskot/youtube Umfjöllun Al Jazeera um meintar mútugreiðslur til namibískra embættismanna var birt í dag. Þar er að finna fjölmargar nýjar upptökur af fundum sem blaðamaður Al Jazeera átti með áhrifamönnum í namibískum sjávarútvegi undir því yfirskyni að hann væri kínverskur fjárfestir á höttunum eftir kvóta. Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna.Brot af upptökum úr földu myndavélum Al Jazeera var sýnt í þætti Kveiks um Samherjamálið. Þar var jafnframt greint frá væntanlegri umfjöllun, auk þess sem sagt var frá því að fréttamenn Al Jazeera hefðu fundað með Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu með áðurnefndum hætti.Sjá einnig: Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Fleiri og ítarlegri upptökur af fundum fréttamannanna við Esau, og aðra áhrifamenn, hafa nú verið birtar. Ætlunarverk stöðvarinnar var einfalt, að því er segir í umfjölluninni; að reyna að feta í fótspor Samherja og komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu með loforðum um mútugreiðslur. Blaðamaður Al Jazeera þóttist vera „Jonny“, kínverskur fjárfestir. Hann byrjaði á því að semja við Sacky Kadhila, stjórnanda sjávarútvegsfyrirtækisins Omualu, um að þeir réðust í útgerð við strendur Namibíu. Til þess hefði auðvitað þurft kvóta. Kadhila kom blaðamanninum í samband við Mike Nghipunya, forstjóra hins ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækis Fishcor. Á upptökum af fundum blaðamannsins við Kadhila og Nghipunya má sjá myndina byrja að teiknast upp. Þannig var fallist á að Nghipunya fengi 20 prósenta hlut í verkefni Jonny og Kadhila, sem sá síðastnefndi bauðst til að þvætta í gegnum félag sitt.iPhone í uppáhaldslitnum Þá kom Kadhila blaðamanninum einnig fljótlega í samband við Bernhardt Esau, þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem sagði síðar af sér vegna málsins. Esau tók strax á fyrsta fundi vel í hugmyndir um að þiggja greiðslur gegn úthlutun kvóta. Á upptöku af fyrsta fundinum óskar Esau eftir sérsniðnum iPhone-síma, sem hægt væri að hafa í tvö SIM-kort í einu, í uppáhalds lit sínum, svörtum. Síðar hitti blaðamaðurinn Esau aftur, þá í Tókýó í Japan. Þar bað Jonny ráðherrann beint um að aðstoð við að öðlast kvóta. Esau leggur þá til að blaðamaðurinn láti fé af hendi rakna til kosningabaráttu SWAPO-flokksins í Namibíu, flokks ráðherrans, í skiptum fyrir kvótann. Þeir semja um að 200 þúsund Bandaríkjadalir verði lagðar inn á reikning Esau, sem snýst svo skyndilega hugur og biður um að féð verði lagt inn á Kadhila.Bernhardt Esau og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015. Esau þvertekur enn fyrir að hafa þegið mútur.Mynd/WikiLeaksÁ þessum fundi í Tókýó gefur Jonny ráðherranum umsamdan iPhone, sem Esau virðist afar ánægður með. Eftir fundinn er blaðamanninum, ásamt fleiri embættismönnum, boðið á skemmtistað, sem virðist vera strippklúbbur, til að fagna samningnum. Á upptöku frá staðnum sést Esau velja sér nokkrar stúlkur „á borðið“. Daginn eftir hittast Jonny og Esau aftur á fundi. Esau gengur þar úr skugga um að umsamdar greiðslur verði leynilegar. „Þetta er þekkt undir heitinu „peningaþvætti“,“ heyrist Esau greinilega segja um viðskiptin.Varaði við fangelsisvist Þá er blaðamanninum einnig fylgt á fund lögmannsins Sisa Namandje, sem sagður er hafa haft umsjón með ýmsum greiðslum tengdum mútuþægni embættismannanna. Sisa ítrekar enn og aftur á fundinum að farið verði varlega, annars sé hætta á að Jonny og samstarfsmenn hans lendi í fangelsi. Í umfjöllun Al Jazeera er því haldið fram að Fishcor hafi lagt samtals 1,2 milljónir Bandaríkjadala inn á reikning Namandje eftir að Esau skipaði James Hatukuilipi stjórnarformann fyrirtækisins. Á upptöku af síðasta fundi Jonny og Esau leggur sá síðarnefndi enn einu sinni áherslu á að farið verði varlega. Að öðrum kosti gæti fólk komist á snoðir um að þarna væri um að ræða peningaþvætti. Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ákært sex manns fyrir spillingu, peningaþvætti og fjársvik í tengslum við Samherjamálið. Þeirra á meðal eru áðurnefndur Esau og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Þeir sögðu báðir af sér embætti í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Þeir neita báðir að hafa þegið mútur. Þá neitar lögmaðurinn Sisa Namandje einnig að hafa átt nokkra aðild að meintum mútugreiðslum til sjávarútvegsráðherrans og kveðst hafa verið undir handleiðslu Sacky Kadhila.Umfjöllun Al Jazeera má horfa á í heild hér að neðan. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri stjónvarpsstöð á sunnudaginn 26. nóvember 2019 09:27 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Umfjöllun Al Jazeera um meintar mútugreiðslur til namibískra embættismanna var birt í dag. Þar er að finna fjölmargar nýjar upptökur af fundum sem blaðamaður Al Jazeera átti með áhrifamönnum í namibískum sjávarútvegi undir því yfirskyni að hann væri kínverskur fjárfestir á höttunum eftir kvóta. Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna.Brot af upptökum úr földu myndavélum Al Jazeera var sýnt í þætti Kveiks um Samherjamálið. Þar var jafnframt greint frá væntanlegri umfjöllun, auk þess sem sagt var frá því að fréttamenn Al Jazeera hefðu fundað með Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu með áðurnefndum hætti.Sjá einnig: Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Fleiri og ítarlegri upptökur af fundum fréttamannanna við Esau, og aðra áhrifamenn, hafa nú verið birtar. Ætlunarverk stöðvarinnar var einfalt, að því er segir í umfjölluninni; að reyna að feta í fótspor Samherja og komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu með loforðum um mútugreiðslur. Blaðamaður Al Jazeera þóttist vera „Jonny“, kínverskur fjárfestir. Hann byrjaði á því að semja við Sacky Kadhila, stjórnanda sjávarútvegsfyrirtækisins Omualu, um að þeir réðust í útgerð við strendur Namibíu. Til þess hefði auðvitað þurft kvóta. Kadhila kom blaðamanninum í samband við Mike Nghipunya, forstjóra hins ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækis Fishcor. Á upptökum af fundum blaðamannsins við Kadhila og Nghipunya má sjá myndina byrja að teiknast upp. Þannig var fallist á að Nghipunya fengi 20 prósenta hlut í verkefni Jonny og Kadhila, sem sá síðastnefndi bauðst til að þvætta í gegnum félag sitt.iPhone í uppáhaldslitnum Þá kom Kadhila blaðamanninum einnig fljótlega í samband við Bernhardt Esau, þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem sagði síðar af sér vegna málsins. Esau tók strax á fyrsta fundi vel í hugmyndir um að þiggja greiðslur gegn úthlutun kvóta. Á upptöku af fyrsta fundinum óskar Esau eftir sérsniðnum iPhone-síma, sem hægt væri að hafa í tvö SIM-kort í einu, í uppáhalds lit sínum, svörtum. Síðar hitti blaðamaðurinn Esau aftur, þá í Tókýó í Japan. Þar bað Jonny ráðherrann beint um að aðstoð við að öðlast kvóta. Esau leggur þá til að blaðamaðurinn láti fé af hendi rakna til kosningabaráttu SWAPO-flokksins í Namibíu, flokks ráðherrans, í skiptum fyrir kvótann. Þeir semja um að 200 þúsund Bandaríkjadalir verði lagðar inn á reikning Esau, sem snýst svo skyndilega hugur og biður um að féð verði lagt inn á Kadhila.Bernhardt Esau og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015. Esau þvertekur enn fyrir að hafa þegið mútur.Mynd/WikiLeaksÁ þessum fundi í Tókýó gefur Jonny ráðherranum umsamdan iPhone, sem Esau virðist afar ánægður með. Eftir fundinn er blaðamanninum, ásamt fleiri embættismönnum, boðið á skemmtistað, sem virðist vera strippklúbbur, til að fagna samningnum. Á upptöku frá staðnum sést Esau velja sér nokkrar stúlkur „á borðið“. Daginn eftir hittast Jonny og Esau aftur á fundi. Esau gengur þar úr skugga um að umsamdar greiðslur verði leynilegar. „Þetta er þekkt undir heitinu „peningaþvætti“,“ heyrist Esau greinilega segja um viðskiptin.Varaði við fangelsisvist Þá er blaðamanninum einnig fylgt á fund lögmannsins Sisa Namandje, sem sagður er hafa haft umsjón með ýmsum greiðslum tengdum mútuþægni embættismannanna. Sisa ítrekar enn og aftur á fundinum að farið verði varlega, annars sé hætta á að Jonny og samstarfsmenn hans lendi í fangelsi. Í umfjöllun Al Jazeera er því haldið fram að Fishcor hafi lagt samtals 1,2 milljónir Bandaríkjadala inn á reikning Namandje eftir að Esau skipaði James Hatukuilipi stjórnarformann fyrirtækisins. Á upptöku af síðasta fundi Jonny og Esau leggur sá síðarnefndi enn einu sinni áherslu á að farið verði varlega. Að öðrum kosti gæti fólk komist á snoðir um að þarna væri um að ræða peningaþvætti. Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ákært sex manns fyrir spillingu, peningaþvætti og fjársvik í tengslum við Samherjamálið. Þeirra á meðal eru áðurnefndur Esau og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Þeir sögðu báðir af sér embætti í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Þeir neita báðir að hafa þegið mútur. Þá neitar lögmaðurinn Sisa Namandje einnig að hafa átt nokkra aðild að meintum mútugreiðslum til sjávarútvegsráðherrans og kveðst hafa verið undir handleiðslu Sacky Kadhila.Umfjöllun Al Jazeera má horfa á í heild hér að neðan.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri stjónvarpsstöð á sunnudaginn 26. nóvember 2019 09:27 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri stjónvarpsstöð á sunnudaginn 26. nóvember 2019 09:27
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35