Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 16:00 Það er gaman hjá Inter mönnum þessa dagana. Getty/Mattia Ozbot Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira