„Þetta er í genunum hjá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:00 Kristbjörg Ólafsdóttir segir að allir geti föndrað og það sé ekkert sem heitir rétt eða rangt í föndri. Vísir/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“ Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir er ótrúlega sniðug þegar kemur að föndri og skrauti. Hún sér um Litla föndurhornið sem er vikulegur liður á Vísi en um jólin er hún að deila sniðugu jólaföndri með lesendum Vísis á hverjum degi. Kristbjörg segist sjálf vera rosalega mikið jólabarn. „Foreldrar mínir eru bændur, búa á stórum bóndabæ og pabbi lætur sér ekki nægja að skreyta íbúðarhúsið, heldur skreytir hann fjárhúsin líka, þannig að þetta er í genunum hjá mér.“ Hún segir að það sem komi sér í jólaskap sé helst jólatónlistin og svo auðvitað bara tilhlökkunin. „Sumir tala um að þessi tilhlökkunartilfinning minnki þegar maður verði fullorðin, en ég er greinilega ennþá barn að þessu leyti. Auðvitað breyttist þetta þegar ég varð mamma, en tilhlökkunin er alltaf sú sama.“Jólaföndur eftir Kristbjörgu sem birtist seinna í mánuðinum á Vísi.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir„Alæta á föndur“ Jólin eru dýrmætur tími fyrir Kristbjörgu en augnablikið sem hún heldur alltaf mest upp á er klukkan sex á aðfangadag. „Þá eru allir sestir við borðið og beðið eftir að jólin verði hringd inn, að það verði heilagt. Þessi stund er alveg heilög fyrir mér. Og froðubaðið á aðfangadag, það er líka mjög mikilvægt.“ Hún gerir sjálf mikið af skrauti í kringum jólin en þykir samt vænst um skrautið sem börnin hennar hafa gert í gegnum árin.„Mér finnst aðventuljósin alltaf yndisleg. Eins og ég sagði þá er æskuheimilið mitt mjög stórt, herbergið mitt var á efstu hæðinni og eldhúsið á miðhæðinni. Aðventuljósin voru alltaf sett í eldhúsgluggann og ég man alltaf hvað mér fannst yndislegt að koma niður í þessa ljúfu birtu á morgnana.“ Hún segir að á sýnu heimili megi finna frekar klassískt skraut eins og aðventuljós og aðventukrans sem hún föndrar. Einnig grenilengjur, lifandi jólatré og smá bútasaumur. Hún getur samt ekki valið hvaða jólaföndur er í uppáhaldi hjá sér. „Án gríns, allt! Þið hafið heyrt talað um alætur á mat, sumir hafa heyrt talað um alætur á tónlist? Jæja, ég er alæta á föndur. Og ég veit ekki hvort að ég eigi að þora að viðurkenna það, en ég hef alveg verið á kafi í jólaföndri í júní.“ Háð límbyssunni Hún ætlar að vera bæði með einfalt og aðeins flóknara jólaföndur fyrir lesendur Vísis. „Eiginlega allt sem ég verð með er rosalega ódýrt, annað hvort keypt í Hjálpræðishernum eða endurnýtt. Og ég verð bæði með föndur sem tekur fimm mínútur, föndur sem tekur kannski aðeins lengri tíma og föndur sem þú getur gert með börnunum. Ég ætla að reyna að fá fólk til að hugsa mjög langt út fyrir kassann. Föndur er eitt af þessum áhugamálum sem getur verið ótrúlega ódýrt, ef þú hefur nógu mikið hugmyndaflug.“ Það eru nokkrir hlutir sem Kristbjörg segir að gott sé að eiga áður en farið er af stað í jólaföndrið. „Ég er háð límbyssunni minni, það eru ekki margir dagar sem líða þar sem ég sting henni ekkert í samband. Svo nota ég Mod podge, sem er límlakk, líka rosalega mikið. Það væri sniðugt að eiga það og kannski pensla og málningu. Trélím er líka sniðugt.“ Hún segir mikilvægt að muna að allir geti föndrað.„Ef þú vilt föndra, byrjaðu þá. Það er ekki neitt sem heitir rétt eða rangt, þú býrð bara til það sem þér finnst flott eða langar að skreyta með.“
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00