Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 3. desember 2019 20:28 Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30