„Fótboltinn er hreinlega að sjúga úr mér lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 09:30 Jonjo Shelvey sér flaggið en ákveður samt að setja boltann í markið. Getty/Alex Livesey Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira