Eyddi rúmlega sjö milljónum á veðmálasíðu kvöldið fyrir „stærsta leik tímabilsins“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2019 10:00 Townsend svekktur með sjálfan sig. Hann segir frá sinni sögu. vísir/getty Andros Townsend, vængmaður Crystal Palace, opnir sig i pistli á vefsíðunni The Players’ Tribune en þar opnar hann sig um veðmálafíkn sem gerði honum erfitt fyrir lengi. Townsend, sem hefur spilað þrettán landsleiki fyrir Englandi, var árið 2013 sektaður af enska knattspyrnusambandinu og dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum sambandsins. „Ég drekk ekki og ég tek ekki eiturlyf. Ég held að ég hafi aldrei verið inn á skemmtistað á ævinni en samt tókst mér að eyða 46 þúsund pundum með einum smelli á símanum mínum,“ sagði Townsend í pistlinum. „Ég þurfti ekki að yfirgefa herbergið mitt. Ég er líklega sá eini í sögunni sem hefur tapað 46 þúsund pundum liggjandi í rúminu mín á miðvikudegi í Blackpool. Þetta er ekki saga gulldrengs. Tökum það bara skýrt fram.“ „Ég er að segja frá þessu fyrir fólk þarna úti sem hefur lent í vandræðum. Fyrir þá sem hafa misskilið þetta og fyrir þá sem hafa verið að berjast við þessa fíkn.“"I’m probably the only lad in history to lose £46,000 lying in bed on a Wednesday night in Blackpool." Addiction. Heartbreak. Finding peace at @CPFC. @andros_townsend opens up like never before.https://t.co/Kttsio9w4I — Players' Tribune Global (@TPT_Global) December 5, 2019 Townsend segir frá kvöldinu örlagaríka en hann var þá á mála hjá Birmingham. Liðið var þá að fara spila umspilssleik gegn Blackpool. „Þetta var kvöldið fyrir undanúrslitaleikinn í umspilinu. Ég lá í rúminu og var að reyna hvíla mig. Þetta var stærsti leikur tímabilsins og ég gat ekki sofnað. Ég var alltaf að kíkja á símann og veðja meira. Þetta kvöld eyddi ég 46 þúsund pundum í sama leiknum.“ 46 þúsund pund í dag eru rúmlega sjö milljónir króna en Townsend tókst að kasta því frá sér á einu kvöldi. „Ég fór og fékk hjálp við fíkninni. Það hjálpaði ekki bara fótboltaferlinum heldur einnig mér sem persónu,“ sagði Townsend. Hann hefur leikið þrettán leiki fyrir Palace á leiktíðinni og skorað eitt mark sem og lagt upp eitt. Palace er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Andros Townsend, vængmaður Crystal Palace, opnir sig i pistli á vefsíðunni The Players’ Tribune en þar opnar hann sig um veðmálafíkn sem gerði honum erfitt fyrir lengi. Townsend, sem hefur spilað þrettán landsleiki fyrir Englandi, var árið 2013 sektaður af enska knattspyrnusambandinu og dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum sambandsins. „Ég drekk ekki og ég tek ekki eiturlyf. Ég held að ég hafi aldrei verið inn á skemmtistað á ævinni en samt tókst mér að eyða 46 þúsund pundum með einum smelli á símanum mínum,“ sagði Townsend í pistlinum. „Ég þurfti ekki að yfirgefa herbergið mitt. Ég er líklega sá eini í sögunni sem hefur tapað 46 þúsund pundum liggjandi í rúminu mín á miðvikudegi í Blackpool. Þetta er ekki saga gulldrengs. Tökum það bara skýrt fram.“ „Ég er að segja frá þessu fyrir fólk þarna úti sem hefur lent í vandræðum. Fyrir þá sem hafa misskilið þetta og fyrir þá sem hafa verið að berjast við þessa fíkn.“"I’m probably the only lad in history to lose £46,000 lying in bed on a Wednesday night in Blackpool." Addiction. Heartbreak. Finding peace at @CPFC. @andros_townsend opens up like never before.https://t.co/Kttsio9w4I — Players' Tribune Global (@TPT_Global) December 5, 2019 Townsend segir frá kvöldinu örlagaríka en hann var þá á mála hjá Birmingham. Liðið var þá að fara spila umspilssleik gegn Blackpool. „Þetta var kvöldið fyrir undanúrslitaleikinn í umspilinu. Ég lá í rúminu og var að reyna hvíla mig. Þetta var stærsti leikur tímabilsins og ég gat ekki sofnað. Ég var alltaf að kíkja á símann og veðja meira. Þetta kvöld eyddi ég 46 þúsund pundum í sama leiknum.“ 46 þúsund pund í dag eru rúmlega sjö milljónir króna en Townsend tókst að kasta því frá sér á einu kvöldi. „Ég fór og fékk hjálp við fíkninni. Það hjálpaði ekki bara fótboltaferlinum heldur einnig mér sem persónu,“ sagði Townsend. Hann hefur leikið þrettán leiki fyrir Palace á leiktíðinni og skorað eitt mark sem og lagt upp eitt. Palace er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira