Versta forsíða sem Solskjær hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 10:45 Ole Gunnar Solskjær. Getty/John Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira