Vill ekki fullyrða að fyrir fram vinnsla Morgunblaðsins sé verkfallsbrot Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. desember 2019 12:43 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“ Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39