Íslenski boltinn

Hjálpaði ÍBV að bjarga sér frá falli og snýr núna aftur til Eyja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sito í leik með ÍBV sumarið 2015.
Sito í leik með ÍBV sumarið 2015. VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Spænski sóknarmaðurinn Jose Sito hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Sito þekkir vel til í Eyjum en hann lék með ÍBV seinni hluta tímabilsins 2015.

Spánverjinn skoraði þá sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni og átti stóran þátt í að ÍBV bjargaði sér frá falli.

Sito hefur einnig leikið með Fylki og Grindavík hér á landi. Hann hefur alls leikið 49 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað tólf mörk.

Auk Sitos hefur Bjarni Ólafur Eiríksson samið við ÍBV og mun taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Helgi Sigurðsson tók við ÍBV eftir síðasta tímabil og fær það verkefni að komast Eyjamönnum aftur upp í deild þeirra bestu.


Tengdar fréttir

Bjarni Ólafur til ÍBV

Bjarni Ólafur Eiríksson mun spila með ÍBV í Inkassodeildinni næsta sumar en hann samdi við Eyjamenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×