Erlent

Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva

Atli Ísleifsson skrifar
Eldar hafa geisað víðs vegar um Ástralíu – í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður-Ástralíu, Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.
Eldar hafa geisað víðs vegar um Ástralíu – í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður-Ástralíu, Vestur-Ástralíu og Tasmaníu. Getty
Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að gróðureldar sem geisa í um klukkustundar aksturfjarlægð frá Sydney séu of umfangsmiklir til að hægt sé að slökkva þá að svo stöddu. Eldarnir loga á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði.

Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. Alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst í gróðureldunum í Ástralíu síðan í október.

Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga.

Eldar hafa geisað víðs vegar um Ástralíu – í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður-Ástralíu, Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.

Talsmenn ástralskra yfirvalda segja 95 elda nú geisa og hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu um helmings þeirra. Alls eru um 2.200 slökkviliðsmenn að kljást við eldana að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Kóala­björninn Lewis er dauður

Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur.

Kóalabirnir hafa orðið verulega illa úti vegna elda

Toni Doherty kom á dögunum illa brenndum Kóalabirni til bjargar í Suður-Wales í Ástralíu. Björninn hafði brunnið í umfangsmiklum skógar- og kjarreldum þar í landi og Doherty fór úr skyrtu sinni til og vafði henni utan um björninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×