Uppskrift: Beef Wellington Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 22:00 Þessa uppskrift má finna í bókinni Í eldhúsi Evu. Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Eva Laufey Kjaran gaf á dögunum út bókina Í eldhúsi Evu. Hér deilir hún einni uppskrift úr bókinni með lesendum Vísis, Beef Wellington. Við gefum henni orðið.Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. Steikin stendur algjörlega ein og sér en hún er æðisleg með góðri sósu og ferskum aspas. Algjörlega fullkomin máltíð!Sveppamauk 1 box sveppir, um 250 g 2 portóbellósveppir 2 stilkar sellerí 1 msk smátt söxuð steinselja ½ laukur 1 dl brauðrasp 1 msk smjör Nautalund 800 g nautalund (fullhreinsuð) 1 plata smjördeig 10 sneiðar af hráskinku Salt og pipar Góð ólífuolía 2 eggjarauður Aðferð: Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sveppamaukið fyrir utan brauðrasp í matvinnsluvél og maukið fínt. Hitið smjör á pönnu og steikið í smá stund, þerrið sveppablönduna svolítið með eldhúspappír og því næst fer brauðraspið saman við. Setjið fyllinguna í skál og inn í kæli í lágmark hálftíma. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið nautalundina á öllum hliðum og brúnið, kryddið til með salti og pipar. Leggið plastfilmu á borðið sem er um það bil 40x40cm, athugið þið þurfið nokkrar filmur til þess að móta þessa stærð. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna, smyrjið sveppafyllinguna ofan á skinkuna og því næst fer nautalundin yfir og þið hjúpið lundina með því að leggja plastfilmuna varlega yfir nautalundina og rúlla svo plastinu mjög fast utan um hana. Setjið rúlluna í ísskáp í lágmark klukkustund (ég er oft með hana í 4 – 5klst) Fletjið smjördeigið út með kefli þannig að smjördeigið passi utan um lundina, sækið lundina í ísskápnum og náið henni úr plastfilmunni. Setjið nautalundina fyrir miðju á smjördeiginu og hjúpið lundina með smjördeiginu. (athugið að samskeytin séu undir rúllunni) Lokið smjördeiginu í báða enda og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Penslið rúlluna með eggjarauðu og skerið endilega rendur í deigið eða útbúið annað mynstur að vild. Saltið deigið og setjið inn í ofn við 200°C í 25-30 mínútur. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið það fram. Eva Laufey Jól Jólamatur Nautakjöt Uppskriftir Wellington Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey Kjaran gaf á dögunum út bókina Í eldhúsi Evu. Hér deilir hún einni uppskrift úr bókinni með lesendum Vísis, Beef Wellington. Við gefum henni orðið.Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. Steikin stendur algjörlega ein og sér en hún er æðisleg með góðri sósu og ferskum aspas. Algjörlega fullkomin máltíð!Sveppamauk 1 box sveppir, um 250 g 2 portóbellósveppir 2 stilkar sellerí 1 msk smátt söxuð steinselja ½ laukur 1 dl brauðrasp 1 msk smjör Nautalund 800 g nautalund (fullhreinsuð) 1 plata smjördeig 10 sneiðar af hráskinku Salt og pipar Góð ólífuolía 2 eggjarauður Aðferð: Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sveppamaukið fyrir utan brauðrasp í matvinnsluvél og maukið fínt. Hitið smjör á pönnu og steikið í smá stund, þerrið sveppablönduna svolítið með eldhúspappír og því næst fer brauðraspið saman við. Setjið fyllinguna í skál og inn í kæli í lágmark hálftíma. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið nautalundina á öllum hliðum og brúnið, kryddið til með salti og pipar. Leggið plastfilmu á borðið sem er um það bil 40x40cm, athugið þið þurfið nokkrar filmur til þess að móta þessa stærð. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna, smyrjið sveppafyllinguna ofan á skinkuna og því næst fer nautalundin yfir og þið hjúpið lundina með því að leggja plastfilmuna varlega yfir nautalundina og rúlla svo plastinu mjög fast utan um hana. Setjið rúlluna í ísskáp í lágmark klukkustund (ég er oft með hana í 4 – 5klst) Fletjið smjördeigið út með kefli þannig að smjördeigið passi utan um lundina, sækið lundina í ísskápnum og náið henni úr plastfilmunni. Setjið nautalundina fyrir miðju á smjördeiginu og hjúpið lundina með smjördeiginu. (athugið að samskeytin séu undir rúllunni) Lokið smjördeiginu í báða enda og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Penslið rúlluna með eggjarauðu og skerið endilega rendur í deigið eða útbúið annað mynstur að vild. Saltið deigið og setjið inn í ofn við 200°C í 25-30 mínútur. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið það fram.
Eva Laufey Jól Jólamatur Nautakjöt Uppskriftir Wellington Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira