Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. desember 2019 11:19 Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt. Veðurstofa íslands Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00