Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Kristín Ólafsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. desember 2019 13:45 Það er spáð vonskuveðri. Vísir/vilhelm Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42