Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Kristín Ólafsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. desember 2019 13:45 Það er spáð vonskuveðri. Vísir/vilhelm Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42