Förum vel með Plánetu A – það er engin Pláneta B Sigurjón Þór Atlason og Matthildur Sigurjónsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 11:00 Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar