Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2019 14:00 Vinirnir Þorsteinn Már og Kristján Þór. Víst er að sá síðarnefndi hefur ekki tapað á því vinfengi í gegnum tíðina en nú gefur á bátinn einmitt vegna þessara tengsla. Þingflokkur Pírata sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöldi þar sem þingmenn flokksins draga hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra mjög í efa. Sú staðreynd að hann kom að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem skrúfuð hefur verið saman vegna Samherjamálsins, með sitt sæti við ríkisstjórnarborðið, sýni glögglega hversu lítil innistæða sé fyrir yfirlýsingum forsætisráðherra um að skapa traust á stjórnmálum.Minniháttar útvatnaðar aðgerðir „Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ítrekað lýst því yfir að Kristján Þór Júlíusson segði sig frá öllum málum tengdum Samherja. Þingflokkur Pírata gefur lítið fyrir tæknilega útúrsnúninga forsætisráðherra um að Kristján Þór hafi einungis sagt sig frá stjórnvaldsákvörðunum sem varða Samherja einan. Vera hans á fundi ríkisstjórnarinnar og þátttaka í ákvörðunum um Samherja lýsir í besta falli skilningsleysi á afleiðingum þess að segja sig frá málum og í versta falli algjöru skeytingarleysi um sannleikann,“ segir í ályktun þingflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gefur lítið fyrir téða aðgerðaáætlun. Segir hana yfirklór og kattarþvott. Píratar ganga lengra í fyrrnefndri ályktun. „Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið virðist ríkisstjórnin ætla að beita sömu aðferðum og notaðar hafa verið til þess að klóra yfir flest undanfarin spillingarmál: Minni háttar útvatnaðar aðgerðir sem koma til framkvæmda á óskilgreindum tíma í bland við fegrunaraðgerðir á erlendri grundu til að gæta þess að íslensk spilling skemmi orðspor Íslands ekki um of.“ Dýrkeypt vinátta Kristján Þór hefur mátt stíga ölduna undanfarna daga eftir að Samherjamálið kom upp í síðustu viku. Þetta er nýtt þegar Kristján Þór á í hlut. Hann var lengi í því erfiða ráðuneyti heilbrigðismála en sigldi þar furðu lygnan sjó. (Þó Samherjamenn gefi ekki mikið fyrir það ráðuneyti – sjá síðar.) En, það er vinfengi hans við Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, sem nær aftur til æsku þeirra félaga, sem nú ætlar að reynast honum þungt í skauti. Eva Joly, sérfræðingur í fjármálaglæpum, er meðal þeirra sem sett hafa spurningamerki við tengsl ráðherrans við Þorstein og þá sérstaklega að óeðlilegt hafi verið af Kristjáni Þór að slá á þráðinn til Þorsteins Más til að spyrja hann hvernig hann hefði það í kjölfar umfjöllunar Kveiks á málinu. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ sagði Eva Joly. Tíðindi frá Akureyri í Morgunblaðinu árið 1997. Þarna má sjá marga sem eru í lykilhlutverki í bókinni Ekkert að fela.timarit.isKristján Þór hefur sagt að hann ætli ekki að hafa afskipti af neinum málum sem tengjast Samherja en staða hans hefur verið til umræðu á þinginu að undanförnu þar sem efast hefur verið um hæfi hans til að gegna ráðherradómi í sjávarútvegsráðuneytinu; allar hans embættisfærslur þar hljóti með einum hætti eða öðrum að tengjast þessu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Bara aðgerðaráætlunin hlýtur að vera undirorpin því, eins og Píratar benda á.Katrín og Bjarni verja Kristján Þór Líklega hefur það komið mörgum gagnrýnenda hans á óvart hversu örugg staða hans í ríkisstjórninni virðist vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist til þess að friður ríki um störf Kristjáns Þórs og að ekkert bendi til þess að hann tengist umsvifum Samherja í Namibíu. Þá hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur sagt að ekkert bendi til sektar Kristjáns Þórs. Þegar ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem segir af aðgerðaráætluninni sem margir gefa lítið fyrir eins og áður sagði, samhliða fundi sínum í ráðherrabústaðnum, voru fjölmiðlar í startholunum: Fréttamenn bjuggust allt eins við að tilkynnt yrði um afsögn Kristjáns Þórs við það tækifæri. En, það varð ekki heldur lögð fram aðgerðaráætlun sem þykir rýr í roðinu.Svo virðist sem Bjarni standi þétt að baki Kristjáns Þórs í raunum hans.visir/vilhelmVísir hafði heimildir fyrir því innan úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins að þegar hrókeringar voru í ráðherraliðinu; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom inn sem dómsmálaráðherra, embætti sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt eftir að Sigríður Á. Andersen hvarf þar frá í tengslum við Landsréttarmálið, hafi einnig komið til álita að Kristján Þór færi þá úr ríkisstjórninni til að hleypa öðrum landsbyggðaþingmönnum að í sjávarútvegsráðuneytið.Hæfi eða vanhæfi, þar er efinn Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir í grein sem hann birti nýverið á Kjarnanum að spilling í nútímanum sé á talsverðu dýpi. Fyrir hafi komið að alþingismenn séu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja, stjórnarmenn í sjávarútvegsfyrirtækjum eða aðrir sem bein útkoma ársreiknings viðkomandi rekstrar hefur áhrif á, taka þátt í atkvæðagreiðslum sem varða fyrirtæki þeirra. „Þó er hitt algengara að um óbein tengsl sé að ræða, t.d. að þingmenn hafi starfað eða starfi í atvinnugreininni eða fyrir hagsmunasamtök atvinnugreinarinnar, séu fyrrverandi stjórnarmenn, fyrrverandi framkvæmdarstjórar sjávarútvegsfyrirtækja og álíka. Í öllum þessum tilvikum verða menn gjarnan nefndarmenn í sjávarútvegsnefndum og jafnvel nefndarformenn og stundum sjávarútvegsráðherrar – og teljast þá sérfróðir um málaflokkinn. Sama á við um landbúnað – og eru tengsl stjórnmála og landbúnaðar jafnvel enn nánari, en um þau er ekki fjallað hér sérstaklega.“Úr bókinni Ekkert að fela en þarna má sjá þá Kristján Þór og Kristján Vilhelmsson, stærsta eiganda Samherja, kankast á og fagna Fiskideginum mikla í sumar.Haukur vísar til þess að í 78. gr. þingskaparlaga segir að þingmaður megi ekki greiða atkvæði um fjárveitingu til sjálfs sín. Þetta ákvæði er túlkað þröngt af Alþingi og þá bókstaflega.Tengsl við Samherja óumdeild En, það varð ekki að maður kæmi í manns stað af landsbyggðinni inn í sjávarútvegsráðuneytið. Staða Kristjáns virðist traust, ráðamálamenn túlka hæfishugtakið þröngt eða vítt eftir atvikum en hans tengsl inn í sjávarútveginn eru vissulega til staðar, um það er ekki deilt, hvort sem það gerir Kristján Þór vanhæfan og/eða að hann teljist þá sérfróður um málefnið. Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja fyrir um tæpum tuttugu árum. Hann hefur starfað á skipum fyrirtækisins og tekið tvær vertíðir á frystitogara fyrirtækisins, Vilhelm Þorsteinssyni. Þó Katrín og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar vilji halda því til haga að Kristján hafi hvergi komið að málum í Namibíu hefur það verið tíundað, í tengslum við fréttir af Samherjamálinu, að hann hafi hitt ráðamenn í Namibíu stuttlega á fundi Þorsteins Más Baldvinssonar fráfarandi forstjóra Samherja. Bara heilbrigðisráðherra Í bókinni Ekkert að fela eftir þá Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Drengsson, þar sem málin sem frá var greint meðal annars í sjónvarpsþættinum Kveik urðu til að valda verulegri ólgu, eru fréttamennirnir á slóð Samherja í Namibíu. Og Kristján Þór hitti þá mennina sem kallaðir hafa verið hákarlarnir; þeir sem samkvæmt bókinni þáðu mútur frá Samherja. Ef við grípum niður í bókina þá segir þar:„Ráðherrann minn“Á miðvikudeginum fyrir menningarnæturhelgina var stóra fundarherbergið í höfuðstöðvum Samherja við Höfðatorg upptekið. Þorsteinn Már vildi síður ganga frá málum á borð við þetta fyrir fullum sal af fólki. En menn tóku sér líka pásur frá því að ræða um endalausan bisness. Í einni slíkri pásu stóð Þorsteinn óvænt upp og fór fram og náði í gest sem kominn var í heimsókn þarna upp á fjórtándu hæð. Hann fylgdi gestinum inn í skrifstofurýmið og ein ungis einn viðstaddra þekkti hann. Hinir voru að sjá hann í fyrsta sinn og virtust lítið skilja í komu hans, samkvæmt frásögn Jóhannesar af þessari heimsókn á fundinn. Þorsteinn Már skartaði stríðnislegu brosi þegar hann ávarpaði namibíska gesti sína með orðunum: „Hér er ráðherrann minn. Hann er að vísu bara heilbrigðisráðherra.“ Svo hlógu þeir félagarnir, Kristján Þór Júlíusson og Þorsteinn Már, áður en ráðherrann skiptist á stuttum kveðjum við James, Sacky og Tamson, kvaddi og fór. Þremur árum seinna varð Kristján Þór svo sjávarútvegsráðherra. Og er enn. (Bls. 231)Þessi gula Gugga Annað sem fer mjög fyrir brjóst þeirra sem vilja sjá Kristján Þór taka pokann sinn og hverfa frá ríkisstjórnarborðinu, nokkuð sem getur varla talist stórmál en segir sína sögu vilji menn efast um hæfi ráðherra, er að skömmu eftir að Samherjamálin gusuðust upp á yfirborðið sagðist hann hafa hringt í Þorstein Má til að spyrja hvernig honum liði? Hefur það ekki orðið til að lægja öldur, raddir sem uppi eru um meint vanhæfi Kristjáns Þórs til að gegna embættinu. Þeir sem vilja fara enn lengra aftur í sögunni til að undirstrika hversu samofnir hagsmunir Kristjáns Þórs og Þorsteins Más séu rifja upp það þegar Guggan sem gerð var út frá Ísafirði var seld Samherjamönnum. Það mál er nú rifjað upp og haft til marks um að hagur Samherja skipti Kristján Þór öllu máli og hafi lengi gert. Í áðurnefndri bók, Ekkert að fela, er greint frá því máli eins og öðru sem þessu tengist. Með góðfúslegu leyfi útgefanda:Katrín og Bjarni í þinginu. Ekki er að sjá að þau ætli að ljá máls á því að Kristján Þór víki úr ríkisstjórninni vegna Samherjahneykslisins en tengsl ráðherra við fyrirtækið eru óumdeild.visir/vilhelm„Guggan verður alltaf gul og gerð út frá Ísafirði,“ eru ummæli sem eignuð voru Þorsteini Má á fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og hafa orðið fleyg og jafnvel alræmd síðan. Þá háttaði líka svo til að bæjarstjórinn á Ísafirði, Kristján Þór Júlíusson, var stjórnarformaður Samherja, og menn trúðu því vart að hann færi að vinna gegn Ísfirðingum. Þorsteinn Már vísaði sjálfur efasemda röddum á bug, meðal annars með vísan til mannkosta þeirra gamalgrónu útgerðarjaxla sem nú seldu Guðbjörgina til Samherja. Þeir færu aldrei að standa fyrir því að selja skipið burt:„Ég held að Ísfirðingar eigi nú að þekkja þá Guðmund Guðmundsson og Ásgeir Guðbjartsson það vel að þeir ættu að átta sig á hvað vakir fyrir þeim, og því sem þeir eru að gera, en það er einfaldlega að tryggja að Guðbjörgin verði á Ísafirði áfram.“Innan við tveimur árum síðar var Guðbjörgin þó farin frá Ísafirði og komin í þjónustu útgerðar Samherja í Þýskalandi, þar sem hún hét nú Hanover. En var vissulega áfram gul. Vestfirðingar urðu æfir og rifjuðu upp yfirlýsingar bæjarstjórnar Ísafjarðar eftir fundinn með Samherja á sínum tíma. Þessu hafði Þorsteinn lofað og þáverandi bæjarstjóri, sjálfur stjórnarformaður Samherja, tekið gott og gilt ásamt öðrum. Svo vildi til að Kristján Þór hafði í millitíðinni fært sig um set og var orðinn bæjarstjóri á Akureyri en sat áfram í stjórn Samherja í nokkur ár í viðbót. (Bls. 65-66) Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þingflokkur Pírata sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöldi þar sem þingmenn flokksins draga hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra mjög í efa. Sú staðreynd að hann kom að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem skrúfuð hefur verið saman vegna Samherjamálsins, með sitt sæti við ríkisstjórnarborðið, sýni glögglega hversu lítil innistæða sé fyrir yfirlýsingum forsætisráðherra um að skapa traust á stjórnmálum.Minniháttar útvatnaðar aðgerðir „Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ítrekað lýst því yfir að Kristján Þór Júlíusson segði sig frá öllum málum tengdum Samherja. Þingflokkur Pírata gefur lítið fyrir tæknilega útúrsnúninga forsætisráðherra um að Kristján Þór hafi einungis sagt sig frá stjórnvaldsákvörðunum sem varða Samherja einan. Vera hans á fundi ríkisstjórnarinnar og þátttaka í ákvörðunum um Samherja lýsir í besta falli skilningsleysi á afleiðingum þess að segja sig frá málum og í versta falli algjöru skeytingarleysi um sannleikann,“ segir í ályktun þingflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gefur lítið fyrir téða aðgerðaáætlun. Segir hana yfirklór og kattarþvott. Píratar ganga lengra í fyrrnefndri ályktun. „Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið virðist ríkisstjórnin ætla að beita sömu aðferðum og notaðar hafa verið til þess að klóra yfir flest undanfarin spillingarmál: Minni háttar útvatnaðar aðgerðir sem koma til framkvæmda á óskilgreindum tíma í bland við fegrunaraðgerðir á erlendri grundu til að gæta þess að íslensk spilling skemmi orðspor Íslands ekki um of.“ Dýrkeypt vinátta Kristján Þór hefur mátt stíga ölduna undanfarna daga eftir að Samherjamálið kom upp í síðustu viku. Þetta er nýtt þegar Kristján Þór á í hlut. Hann var lengi í því erfiða ráðuneyti heilbrigðismála en sigldi þar furðu lygnan sjó. (Þó Samherjamenn gefi ekki mikið fyrir það ráðuneyti – sjá síðar.) En, það er vinfengi hans við Þorstein Má Baldvinsson, fráfarandi forstjóra Samherja, sem nær aftur til æsku þeirra félaga, sem nú ætlar að reynast honum þungt í skauti. Eva Joly, sérfræðingur í fjármálaglæpum, er meðal þeirra sem sett hafa spurningamerki við tengsl ráðherrans við Þorstein og þá sérstaklega að óeðlilegt hafi verið af Kristjáni Þór að slá á þráðinn til Þorsteins Más til að spyrja hann hvernig hann hefði það í kjölfar umfjöllunar Kveiks á málinu. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ sagði Eva Joly. Tíðindi frá Akureyri í Morgunblaðinu árið 1997. Þarna má sjá marga sem eru í lykilhlutverki í bókinni Ekkert að fela.timarit.isKristján Þór hefur sagt að hann ætli ekki að hafa afskipti af neinum málum sem tengjast Samherja en staða hans hefur verið til umræðu á þinginu að undanförnu þar sem efast hefur verið um hæfi hans til að gegna ráðherradómi í sjávarútvegsráðuneytinu; allar hans embættisfærslur þar hljóti með einum hætti eða öðrum að tengjast þessu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Bara aðgerðaráætlunin hlýtur að vera undirorpin því, eins og Píratar benda á.Katrín og Bjarni verja Kristján Þór Líklega hefur það komið mörgum gagnrýnenda hans á óvart hversu örugg staða hans í ríkisstjórninni virðist vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist til þess að friður ríki um störf Kristjáns Þórs og að ekkert bendi til þess að hann tengist umsvifum Samherja í Namibíu. Þá hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur sagt að ekkert bendi til sektar Kristjáns Þórs. Þegar ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem segir af aðgerðaráætluninni sem margir gefa lítið fyrir eins og áður sagði, samhliða fundi sínum í ráðherrabústaðnum, voru fjölmiðlar í startholunum: Fréttamenn bjuggust allt eins við að tilkynnt yrði um afsögn Kristjáns Þórs við það tækifæri. En, það varð ekki heldur lögð fram aðgerðaráætlun sem þykir rýr í roðinu.Svo virðist sem Bjarni standi þétt að baki Kristjáns Þórs í raunum hans.visir/vilhelmVísir hafði heimildir fyrir því innan úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins að þegar hrókeringar voru í ráðherraliðinu; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom inn sem dómsmálaráðherra, embætti sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt eftir að Sigríður Á. Andersen hvarf þar frá í tengslum við Landsréttarmálið, hafi einnig komið til álita að Kristján Þór færi þá úr ríkisstjórninni til að hleypa öðrum landsbyggðaþingmönnum að í sjávarútvegsráðuneytið.Hæfi eða vanhæfi, þar er efinn Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir í grein sem hann birti nýverið á Kjarnanum að spilling í nútímanum sé á talsverðu dýpi. Fyrir hafi komið að alþingismenn séu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja, stjórnarmenn í sjávarútvegsfyrirtækjum eða aðrir sem bein útkoma ársreiknings viðkomandi rekstrar hefur áhrif á, taka þátt í atkvæðagreiðslum sem varða fyrirtæki þeirra. „Þó er hitt algengara að um óbein tengsl sé að ræða, t.d. að þingmenn hafi starfað eða starfi í atvinnugreininni eða fyrir hagsmunasamtök atvinnugreinarinnar, séu fyrrverandi stjórnarmenn, fyrrverandi framkvæmdarstjórar sjávarútvegsfyrirtækja og álíka. Í öllum þessum tilvikum verða menn gjarnan nefndarmenn í sjávarútvegsnefndum og jafnvel nefndarformenn og stundum sjávarútvegsráðherrar – og teljast þá sérfróðir um málaflokkinn. Sama á við um landbúnað – og eru tengsl stjórnmála og landbúnaðar jafnvel enn nánari, en um þau er ekki fjallað hér sérstaklega.“Úr bókinni Ekkert að fela en þarna má sjá þá Kristján Þór og Kristján Vilhelmsson, stærsta eiganda Samherja, kankast á og fagna Fiskideginum mikla í sumar.Haukur vísar til þess að í 78. gr. þingskaparlaga segir að þingmaður megi ekki greiða atkvæði um fjárveitingu til sjálfs sín. Þetta ákvæði er túlkað þröngt af Alþingi og þá bókstaflega.Tengsl við Samherja óumdeild En, það varð ekki að maður kæmi í manns stað af landsbyggðinni inn í sjávarútvegsráðuneytið. Staða Kristjáns virðist traust, ráðamálamenn túlka hæfishugtakið þröngt eða vítt eftir atvikum en hans tengsl inn í sjávarútveginn eru vissulega til staðar, um það er ekki deilt, hvort sem það gerir Kristján Þór vanhæfan og/eða að hann teljist þá sérfróður um málefnið. Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja fyrir um tæpum tuttugu árum. Hann hefur starfað á skipum fyrirtækisins og tekið tvær vertíðir á frystitogara fyrirtækisins, Vilhelm Þorsteinssyni. Þó Katrín og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar vilji halda því til haga að Kristján hafi hvergi komið að málum í Namibíu hefur það verið tíundað, í tengslum við fréttir af Samherjamálinu, að hann hafi hitt ráðamenn í Namibíu stuttlega á fundi Þorsteins Más Baldvinssonar fráfarandi forstjóra Samherja. Bara heilbrigðisráðherra Í bókinni Ekkert að fela eftir þá Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Drengsson, þar sem málin sem frá var greint meðal annars í sjónvarpsþættinum Kveik urðu til að valda verulegri ólgu, eru fréttamennirnir á slóð Samherja í Namibíu. Og Kristján Þór hitti þá mennina sem kallaðir hafa verið hákarlarnir; þeir sem samkvæmt bókinni þáðu mútur frá Samherja. Ef við grípum niður í bókina þá segir þar:„Ráðherrann minn“Á miðvikudeginum fyrir menningarnæturhelgina var stóra fundarherbergið í höfuðstöðvum Samherja við Höfðatorg upptekið. Þorsteinn Már vildi síður ganga frá málum á borð við þetta fyrir fullum sal af fólki. En menn tóku sér líka pásur frá því að ræða um endalausan bisness. Í einni slíkri pásu stóð Þorsteinn óvænt upp og fór fram og náði í gest sem kominn var í heimsókn þarna upp á fjórtándu hæð. Hann fylgdi gestinum inn í skrifstofurýmið og ein ungis einn viðstaddra þekkti hann. Hinir voru að sjá hann í fyrsta sinn og virtust lítið skilja í komu hans, samkvæmt frásögn Jóhannesar af þessari heimsókn á fundinn. Þorsteinn Már skartaði stríðnislegu brosi þegar hann ávarpaði namibíska gesti sína með orðunum: „Hér er ráðherrann minn. Hann er að vísu bara heilbrigðisráðherra.“ Svo hlógu þeir félagarnir, Kristján Þór Júlíusson og Þorsteinn Már, áður en ráðherrann skiptist á stuttum kveðjum við James, Sacky og Tamson, kvaddi og fór. Þremur árum seinna varð Kristján Þór svo sjávarútvegsráðherra. Og er enn. (Bls. 231)Þessi gula Gugga Annað sem fer mjög fyrir brjóst þeirra sem vilja sjá Kristján Þór taka pokann sinn og hverfa frá ríkisstjórnarborðinu, nokkuð sem getur varla talist stórmál en segir sína sögu vilji menn efast um hæfi ráðherra, er að skömmu eftir að Samherjamálin gusuðust upp á yfirborðið sagðist hann hafa hringt í Þorstein Má til að spyrja hvernig honum liði? Hefur það ekki orðið til að lægja öldur, raddir sem uppi eru um meint vanhæfi Kristjáns Þórs til að gegna embættinu. Þeir sem vilja fara enn lengra aftur í sögunni til að undirstrika hversu samofnir hagsmunir Kristjáns Þórs og Þorsteins Más séu rifja upp það þegar Guggan sem gerð var út frá Ísafirði var seld Samherjamönnum. Það mál er nú rifjað upp og haft til marks um að hagur Samherja skipti Kristján Þór öllu máli og hafi lengi gert. Í áðurnefndri bók, Ekkert að fela, er greint frá því máli eins og öðru sem þessu tengist. Með góðfúslegu leyfi útgefanda:Katrín og Bjarni í þinginu. Ekki er að sjá að þau ætli að ljá máls á því að Kristján Þór víki úr ríkisstjórninni vegna Samherjahneykslisins en tengsl ráðherra við fyrirtækið eru óumdeild.visir/vilhelm„Guggan verður alltaf gul og gerð út frá Ísafirði,“ eru ummæli sem eignuð voru Þorsteini Má á fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og hafa orðið fleyg og jafnvel alræmd síðan. Þá háttaði líka svo til að bæjarstjórinn á Ísafirði, Kristján Þór Júlíusson, var stjórnarformaður Samherja, og menn trúðu því vart að hann færi að vinna gegn Ísfirðingum. Þorsteinn Már vísaði sjálfur efasemda röddum á bug, meðal annars með vísan til mannkosta þeirra gamalgrónu útgerðarjaxla sem nú seldu Guðbjörgina til Samherja. Þeir færu aldrei að standa fyrir því að selja skipið burt:„Ég held að Ísfirðingar eigi nú að þekkja þá Guðmund Guðmundsson og Ásgeir Guðbjartsson það vel að þeir ættu að átta sig á hvað vakir fyrir þeim, og því sem þeir eru að gera, en það er einfaldlega að tryggja að Guðbjörgin verði á Ísafirði áfram.“Innan við tveimur árum síðar var Guðbjörgin þó farin frá Ísafirði og komin í þjónustu útgerðar Samherja í Þýskalandi, þar sem hún hét nú Hanover. En var vissulega áfram gul. Vestfirðingar urðu æfir og rifjuðu upp yfirlýsingar bæjarstjórnar Ísafjarðar eftir fundinn með Samherja á sínum tíma. Þessu hafði Þorsteinn lofað og þáverandi bæjarstjóri, sjálfur stjórnarformaður Samherja, tekið gott og gilt ásamt öðrum. Svo vildi til að Kristján Þór hafði í millitíðinni fært sig um set og var orðinn bæjarstjóri á Akureyri en sat áfram í stjórn Samherja í nokkur ár í viðbót. (Bls. 65-66)
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent