Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira