Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 20:11 Maðurinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira