Pípuhattur Hitlers boðinn upp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Rabbíninn Menachem Margolin segir uppboð nasistamuna löglegt en siðlaust. fréttablaðið/EPA Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira