Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:36 David og Gillian Millane, foreldrar Grace, ræddu við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í morgun. AP Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00