Hvarf inní grúskið og áratugur farinn Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Páli vefst ekki tunga um tönn þegar hans mikla verk er annars vegar. En er ekki margmáll um sig sjálfan. visir/vilhelm „Ég er 66 ára gamall, að fara inn á 67. Uggvænlegt hvernig aldurinn sneiðir líf manns niður. Ég á tíu ár í 77 og þá getur maður farið að telja niður. Á fingrum annarrar handar. Þetta er uppörvandi eða hitt þó heldur. Í hvað hefur líf mitt farið? Ég bara spyr,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson fræðimaður hvassyrtur og utan dagskrár. Eins og til að girða strax fyrir eitthvert hjal. Páll Baldvin er ekki það sem heitir að vera ljúflingur. Framganga hans öll er hvöss og til þess fallin að slá viðmælandann út af laginu. Ekki beint hranalegur en næsti bær við. Þetta þekkja landsmenn sem fylgdust með Páli á skjánum árum saman sem annar hluti hins óborganlega tvíeykis gagnrýnenda í bókaþætti Egils Helgasonar Kiljunni en þar hikaði hann hvergi við að slá Kolbrúnu Bergþórsdóttur út af laginu ef honum bauð svo við að horfa. Fræðimaður, já og hann stendur á tímamótum. Í vikunni kom út doðrantur eftir Pál, stórvirki eins og það heitir innan bókageirans, en þar gerir hann síldarárunum ítarleg skil. Þetta er mikil bók, Síldarárin eru 1.152 blaðsíður í stóru broti og í henni eru rúmlega þúsund ljósmyndir. Bókin er 3,5 kíló og útgáfan mun hafa kostað um 50 milljónir. „Stundum gerist það að út koma það sem maður kallar stórvirki í íslenskri bókaútgáfu. En þegar kemur að útgáfu Síldaráranna eftir Pál Baldvin leyfi ég mér að segja að hér er eitthvað allt annað og meira á ferðinni. Hér er að koma út eitt mesta þrekvirki sem ég hef komið nálægt,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins himinlifandi og og sparar sig hvergi á Facebook-síðu sinni. Og hamingjuóskum rignir inn. Jú, kannski ekki laust við að Páll Baldvin sé léttari í bragði en oft nú þegar hið mikla verk er út komið. Allt Jóhanni Páli að kenna Páll, sem hefur unnið sleitulaust að verkinu nú í þrjú ár er þjóðþekktur maður eins og áður sagði, hann var lengi dagskrárstjóri á Stöð 2, hann hefur verið leiklistar- og bókmenntagagnrýnandi, blaðamaður og ritstjóri DV …; allt störf sem krefjast þess að vera í daglegum samskiptum við fólk. Hvað varð til þess að hann söðlaði svo rækilega um og gerðist grúskari og það svo um munar? Fyrir fjórum árum kom út annað eins verk en þá hafði Páll tekið sér það fyrir hendur að rannsaka Ísland og stríðið, hvorki meira né minna og sendi Stríðsárin 1938-1945 frá sér sem hlaut frábærar viðtökur. Úr Síldarárum Páls. Bókin er þrjú og hálft kíló og 1.152 síður í stóru broti. „Það er bara einum manni að kenna að ég tók að mér að vinna þessar bækur og það er Jóhann Páll Valdimarsson sem er núna í Afríku að skemmta sér, kominn á sín eftirlaun. Honum þótti þetta fýsilegt að stríðsárin yrðu skoðuð aftur og á sama hátt þá var það næsta sem honum datt í hug hvort ekki væri rétt að skoða síldarárin aftur.“ Vefst ekki tunga um tönn þegar síldin er annars vegar Blaðamaður nánast heyrir Pál Baldvin hugsa að hann eigi allt eins og Jóhann Páll skilið gott frí að loknu þessu mikla verki. En ljóst má vera að hann hefur engan áhuga á að ræða um sig prívat og persónulega heldur hefst þegar handa við að fjalla um verkið sem hann virðist hvergi sloppinn frá. Öll hans ræða er í spurnartóni: Hvar viltu byrja? „Það hafa ýmsir menn verið að vinna í þessu síldaráraprójekti. Síðasta stóra bókin, eða þær voru nú þrjár, um síldina og allt það mál voru skrifaðar af einhverjum 11 mönnum á tíu árum. Kom út fyrir 12 árum núna, 2007. Það var svokölluð síldarsögunefnd, sem var leifar af síldarútvegsnefnd, sem gaf það verk út. Því var skipt niður eftir efni. Til dæmis skrifar forseti vor þar meðal annars um könnunarflug og tunnuframleiðslu. Þetta var allt unnið eftir vinnu Hreins nokkurs Ragnarssonar sem var menntaskólakennari á Laugarvatni en var ættaður frá Raufarhöfn og hafði unnið þar ungur maður í síld og það má eiginlega segja að hans ferill sem sagnfræðingur hafi snúist fyrst og fremst um þetta. Hann vann mjög mikilvæga heimildarvinnu varðandi síldina sem kom fram í nánast öllum skólaritgerðum sem hann skrifaði og sérritum sem hann vann fyrir síldarútvegsnefnd sem enduðu flestar inni í þessari stóru þriggja binda síldarsögu.“ Já… „Þar áður hafði Birgir Sigurðsson leikskáld, sem nú er nýlátinn, skrifað litla bók sem heitir Svartur sjór af síld sem kom út 1988. Mjög skemmtileg bók sem margir þekkja vegna þess að kom hún út í stóru upplagi og var gefin sömuleiðis út í kiljuformi. Hún er innblásin mjög af hans stílkrafti.“ Hver er fólkið?Þessum þræði þulunnar er hvergi nærri lokið… fróðleikur um síldina og allt sem henni við kemur rennur upp úr Páli. „Þar áður var karl sem hét Matthías Þórðarson, var af Matthíasar Jochumsonar-kyninu og alinn upp á Kjalarnesinu sem fór ungur að vinna á skútum, náði sér í skipstjórnarréttindi; við erum að tala um aldamótin 1900.Páll hefur unnið sleitulaust að hinu mikla verki nú í þrjú ár. Nú þarf hann að finna aftur líf sitt eftir þetta mikla grúsk.visir/vilhelmHann fór síðan til Kaupmannahafnar og gaf þar út í fjölda ára norrænt tímarit um fiskveiðar og fiskiðnað og skip og því var dreift um öll Norðurlönd. Hann tók saman síldarsögu 1930 og gaf hana aftur út 1939. Þetta er náttúrlega þessi bóklegi grundvöllur sem maður stendur á.“ Þegar þarna er komið sögu í viðtalinu er blaðamaður farinn að svitna, það hafði ekki verið lagt upp með það að fara svo nákvæmlega í saumana á ritinu, og við erum ekki einu sinni komin að verkinu sjálfu heldur bakgrunni þess. En, það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að varpa fram spurningu því Páll spyr sig sjálfur: „Þá spyr maður sjálfan sig: Er þá nokkru við þetta að bæta? En þá fer maður að leita, hvar er fólkið? Maður fer að kanna aðrar ritaðar heimildir sem eru náttúrlega fyrst og fremst faldar í endurminningabókum af öllu tagi, viðtölum í tímaritum og blöðum, og fréttum; látlausum fréttum í blöðum. Og það eru þarna náttúrlega nokkrar þjóðhetjur á ferðinni. Þorsteinn í Garði var skipstjóri sem allir Íslendingar þekktu þegar ég var strákur og þeir bræður. Það eru skipstjórarnir.“Katrín og Bjarni bæði af síldarspekúlöntum kominSvo eru það náttúrlega útgerðarmennirnir, heldur Páll Baldvin áfram. Og það er nú líkast til. Ekki síst þar sem merkja má hversu dramatísk tíðin var.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra eru bæði komin af síldarspekúlöntum.Vísir/Vilhelm„Sveinn Benediktsson, afi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, bróðir Bjarna og Péturs. Þeir strákar voru allir í síld. Meira að segja pabbi Bjarna var í síld í bláendann. Furðulegt og fyndið að það eru tveir ráðherrar í ríkisstjórninni sem eiga forkólfa í síldveiðum og síldarvinnslu forfeður; Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Þau eru bæði komin af síldarspekúlöntum. Þau væru örugglega ekki til ef síldin hefði ekki orðið. Tilvera þeirra er óhugsandi án síldarinnar. Ég held meira að segja að hann Jakob sé af Siglufirði, en ég þori ekki að fara með það.“Síldarspekúlantarnir töpuðu ölluOg Páll heldur áfram að tíunda persónur og leikendur: „Svo eru gæjar eins og Pétur Thorsteinsson, Thor Jensen, Óskar Halldórsson, Ottó Tulinius … þetta eru menn sem verða ríkir á síld. En það er hins vegar athyglisvert með þá alla að á gamalsaldri þá eiginlega tapa þeir öllu. Og eru á leiðinni búnir að tapa öllu nokkrum sinnum. Óskar Halldórsson varð gjaldþrota fjórum sinnum! Þannig að þú ert með inni í þessu jafnvel þá sem voru í efsta laginu, þeir sem höfðu úr mestu að moða, í þeirra lífi eru áföllin þannig að bundin eru við þau gríðarleg örlög.“Mynd úr bók Páls. Hana prýða rúmlega þúsund ljósmyndir en fyrir liggur að mikil orka hefur farið í myndvinnslu.Svo á náttúrulega eftir að taka síldarstaðina alla, þorpin? (Spyr Páll sjálfur.)„Já. Á ákveðnu tímabili, fyrir fyrra stríð og inn í fyrra stríðið eru hvorki meira né minna en tíu síldarplön á Reykjarfirði á Ströndum. Þau eru öll í eigu útlendinga. Síðar rís þar verksmiðja. Sem er stærsta og fullkomnasta bræðsluverksmiðja í heiminum á þeim tíma. Önnur rís í næsta firði. Í Ingólfsfirði. Fullbúin og mjög fullkomin verksmiðja. Þessar verksmiðjur eru báðar rústir í dag.“Mikil örlög tengd síldinniOg Páll lætur sig ekki muna um að fara hringinn í kringum landið án þess að depla auga. „Þú getur farið frá Bíldudal, farið fyrir kjálkann, inn í Húnaflóann og alla leið að Djúpavogi. Þú getur tekið þorpin á Reykjanesinu, Vestmannaeyjar, Grindavík, Garð, Keflavík … þetta eru allt síldarstaðir. Meira að segja Reykjavík er á tímabili síldarstaður. Og á öllum stöðunum, þegar fiskurinn veiðist og þegar honum er landað á þessum stöðum, verða þessar byggðir til fyrir alvöru. Sumar þeirra bara detta síðan út og verða ekki neitt meir. Seyðisfjörður verður höfuðstaður Austurlands.“ Páll segir Seyðisfjörð meira að segja hafa skákað Reykjavík hvað varðar uppbyggingu á ákveðnu tímabili þegar Norðmennirnir eru þar frá 1867 fram undir 1890.Páll að heimili sínu. Hann er nú að jafna sig og gerir það með lestri reifara, íslenskra skáldsagna og erlendra leikrita, eins og var áður en hann lagðist í grúskið.visir/vilhelm„Þá byggist staðurinn upp. Svo fer bara síldin og áratugum saman er staðurinn í algjöru dái. Ekkert sem gerist þar. Þar til síldin kemur aftur austur. Við göngurnar á þessum fiski eru bundin ótrúlega mikil örlög bæði í byggðaþróun og í lífi fólks. Og það er sú saga sem verið er að reyna að segja. Flutningar á landinu, þegar vertíð er. Hundruðum saman fer fólk til að leita að vinnu.“Fólk við hungurmörkÁ sama tíma er það svoleiðis að fyrir utan 3 mílna landhelgismörkin, því stóran hluta tímabilsins var landhelgin 3 mílur. „Þar eru skipaflotar franskir, þýskir, sænskir, finnskir, danskir og sérstaklega norskir. Sem eru hérna rétt utan við línuna að veiða. Þeir þurfa að koma hérna inn. Stundum eru 200 skip stundum sem liggja inni á Siglufirði. Tvö þúsund manns sem fara í land í þorpi sem telur bara örfá hundruð. Þannig að það er rosalega mikið stöff í þessu.“Séð út Ingólfsfjörð á Ströndum. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Vísir/EgillAPáll Baldvin tendrast upp þegar hann rekur þetta söguefni sem hann gerir skil í sínu mikla verki. Hann segir þetta textavinnu fyrst og fremst, stundum liggja fyrir yfirlitsgreinar sem taka þarf saman og gera skil meðan að í öðrum tilvikum liggur aðeins fyrir vitnisburður. „Hvernig var að vera sonur matselju í Hrísey fyrir sjö ára strák 1923? Til dæmis. Hvernig líf var það fyrir sjö ára strák. Jú, hann fékk að borða en hann lýsir aðstæðum sem börnin í Hrísey bjuggu við þar sem þau sváfu á þangdýnum. Langan tíma af þessari sögu erum við að lýsa fólki sem bjó við hungurmörk.“ Eltingarleikurinn við silfur hafsinsEn, maður hefur einhvern veginn staðið í þeirri meiningu að þessum uppgangi öllum hafi fylgt velmegun, allsnægtir?„Jújú, en það stendur svo stutt. Það er beðið með að veiða síldina þar til hún er komin á rétta staði og byrjuð að vaða. Og hún er kannski bara á miðunum sem hægt er að nálgast í sex vikur. Beðið er eftir því að hún komi hingað glorhungruð í átuna hvort sem það er fyrir austan eða norðan eða vestan. Við erum að tala um sumarsíldina núna. Hún er fyrst og fremst að fita sig og þá er leyft, þegar menn ná einhverjum tökum á veiðinni og eftir að búið er að hrekja útlendingana út fyrir fjórar mílur, með að veiða hana. Það er kannski bara hægt í sex vikur. Og þá er hún farin. Tíminn er svo stuttur sem þú getur verið að veiða hana og vinna í söltun. Svo er hægt að veiða hana áfram í helvítis verksmiðjurnar þar sem búið er til dýrafóður úr henni, lýsi til að smyrja vélar niðri í Evrópu.“ Síldin hefur enn áhrif á þjóðarsálinaÞessi tími hefur haft gríðarleg áhrif á mentalítet þjóðarsálarinnar. Um það er engum blöðum að fletta. Þetta „take the money and run-mentalítet“. „Jújú, við verðum að heyja meðan er þurrkur og þá bara vinnum við fram í myrkur. Við verðum að vinna aflann meðan hann kemur að landi, salta síldina þegar gefst, standa og veiða meðan afla er að fá. Skipið fullt. Menn voru að standa í 36 tíma áður en vökulögin voru sett. Þær sem vinna lengst af við söltun segja að þær hafi staðið yfir tunnunni og saltað í á þriðja sólarhring. Þær standa meðan þær standa. Jafnvel þó þær séu komnar í ákveðið vinnufyrirkomulag – akkorð en þá er borgað borgað fyrir tunnuna – jafnvel þó þær séu orðnar svo hægar af þreytu að þær varla standi. Þú verður að taka vinnuna þegar hún gefst. Og þú verður að vinna eins mikið og lengi og þú getur til að hafa sem mest upp úr þér.“Úr verki Páls. Óhætt er að segja að þjóðin sé enn að glíma við einhvers konar áfallastreituröskun vegna síldaráranna. Genetískur vandi að sögn höfundar.Og við þennan hugsunarhátt eigum við enn að etja í dag. „Jú, ég held að þetta sé erfðafræðilegt vandamál þar sem þú býrð við svona gríðarlega harkalegar aðstæður í náttúru og gjöfum hennar þá er það svoleiðis að þetta rennur okkur í merg. Og erum ekkert farin að venja okkur af þessu enn þá. Miklu skemmtilegra að vinna í ofboðslegri törn en vera í reglubundinni vinnu og vera með eðlileg og jöfn afköst. Held ég.“Grúskið fer ágætlega með sálarlífiðLengstum framan af sínum ágæta starfsferli var Páll að gegna störfum sem kröfðust þess að umgangast fólk. Nú er hann skyndilega og óvænt, eða fyrir um áratug, orðinn einhver helsti grúskari landsins, þetta eru mikil viðbrigði. Þú ert bara farinn?„Jájá. Þetta er bara svoleiðis vinna. Þetta er það sem meira og minna allir rithöfundar þurfa að strita við, búa við félagslega einangrun og eru að ímynda sér að í því ástandi geti þeir sagt frá fólki, lífi þess og aðstæðum. Að ganga inn í svona verkefni hefur gríðarleg einangrun í för með sér. Það verður að viðurkennast.“Og hvernig fer það með þig?„Þetta fer ágætlega með sálarlífið, ég hef aldrei átt í vandræðum með að vera einn.“ Reynir að öðlast eðlilegt líf á nýMeðan Páll andaði varla á milli orða þegar Síldarárin voru til tals hægist allt tempó þegar blaðamaður reynir að beina sjónum að honum sjálfum í öllu þessu. Þá rekur hann í vörðurnar. Hvernig gengur að slíta sig frá þessu, kannski varla farið að reyna á það?„Nei. Það komu þarna einhverjar fjórar vikur þegar það var búið að skila þessu til frekari vinnslu. Í prentun og það allt. Öllu nema nafnalistanum sem Nanna Rögnvaldardóttir vann. Þá fór maður bara að reyna að átta sig á því hvernig veðrið væri. Lesa reifara, íslensk skáldverk og útlend leikrit og þetta sem maður gerði sér til dægrastyttingar hér áður fyrr.“ Reyndar tók Páll þá strax við formennsku í leiklistarráði þar sem verið er að ganga frá styrkveitingum til sjálfstæðra leikhópa. Sú vinna tók við af hinni. „En við erum að verða búin með það verkefni. Þá finnur maður sér bara eitthvað annað til dundurs. […] Hmmm. Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna frímerkjum, eins og Megas segir.“ Bókmenntir Menning Höfundatal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Ég er 66 ára gamall, að fara inn á 67. Uggvænlegt hvernig aldurinn sneiðir líf manns niður. Ég á tíu ár í 77 og þá getur maður farið að telja niður. Á fingrum annarrar handar. Þetta er uppörvandi eða hitt þó heldur. Í hvað hefur líf mitt farið? Ég bara spyr,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson fræðimaður hvassyrtur og utan dagskrár. Eins og til að girða strax fyrir eitthvert hjal. Páll Baldvin er ekki það sem heitir að vera ljúflingur. Framganga hans öll er hvöss og til þess fallin að slá viðmælandann út af laginu. Ekki beint hranalegur en næsti bær við. Þetta þekkja landsmenn sem fylgdust með Páli á skjánum árum saman sem annar hluti hins óborganlega tvíeykis gagnrýnenda í bókaþætti Egils Helgasonar Kiljunni en þar hikaði hann hvergi við að slá Kolbrúnu Bergþórsdóttur út af laginu ef honum bauð svo við að horfa. Fræðimaður, já og hann stendur á tímamótum. Í vikunni kom út doðrantur eftir Pál, stórvirki eins og það heitir innan bókageirans, en þar gerir hann síldarárunum ítarleg skil. Þetta er mikil bók, Síldarárin eru 1.152 blaðsíður í stóru broti og í henni eru rúmlega þúsund ljósmyndir. Bókin er 3,5 kíló og útgáfan mun hafa kostað um 50 milljónir. „Stundum gerist það að út koma það sem maður kallar stórvirki í íslenskri bókaútgáfu. En þegar kemur að útgáfu Síldaráranna eftir Pál Baldvin leyfi ég mér að segja að hér er eitthvað allt annað og meira á ferðinni. Hér er að koma út eitt mesta þrekvirki sem ég hef komið nálægt,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins himinlifandi og og sparar sig hvergi á Facebook-síðu sinni. Og hamingjuóskum rignir inn. Jú, kannski ekki laust við að Páll Baldvin sé léttari í bragði en oft nú þegar hið mikla verk er út komið. Allt Jóhanni Páli að kenna Páll, sem hefur unnið sleitulaust að verkinu nú í þrjú ár er þjóðþekktur maður eins og áður sagði, hann var lengi dagskrárstjóri á Stöð 2, hann hefur verið leiklistar- og bókmenntagagnrýnandi, blaðamaður og ritstjóri DV …; allt störf sem krefjast þess að vera í daglegum samskiptum við fólk. Hvað varð til þess að hann söðlaði svo rækilega um og gerðist grúskari og það svo um munar? Fyrir fjórum árum kom út annað eins verk en þá hafði Páll tekið sér það fyrir hendur að rannsaka Ísland og stríðið, hvorki meira né minna og sendi Stríðsárin 1938-1945 frá sér sem hlaut frábærar viðtökur. Úr Síldarárum Páls. Bókin er þrjú og hálft kíló og 1.152 síður í stóru broti. „Það er bara einum manni að kenna að ég tók að mér að vinna þessar bækur og það er Jóhann Páll Valdimarsson sem er núna í Afríku að skemmta sér, kominn á sín eftirlaun. Honum þótti þetta fýsilegt að stríðsárin yrðu skoðuð aftur og á sama hátt þá var það næsta sem honum datt í hug hvort ekki væri rétt að skoða síldarárin aftur.“ Vefst ekki tunga um tönn þegar síldin er annars vegar Blaðamaður nánast heyrir Pál Baldvin hugsa að hann eigi allt eins og Jóhann Páll skilið gott frí að loknu þessu mikla verki. En ljóst má vera að hann hefur engan áhuga á að ræða um sig prívat og persónulega heldur hefst þegar handa við að fjalla um verkið sem hann virðist hvergi sloppinn frá. Öll hans ræða er í spurnartóni: Hvar viltu byrja? „Það hafa ýmsir menn verið að vinna í þessu síldaráraprójekti. Síðasta stóra bókin, eða þær voru nú þrjár, um síldina og allt það mál voru skrifaðar af einhverjum 11 mönnum á tíu árum. Kom út fyrir 12 árum núna, 2007. Það var svokölluð síldarsögunefnd, sem var leifar af síldarútvegsnefnd, sem gaf það verk út. Því var skipt niður eftir efni. Til dæmis skrifar forseti vor þar meðal annars um könnunarflug og tunnuframleiðslu. Þetta var allt unnið eftir vinnu Hreins nokkurs Ragnarssonar sem var menntaskólakennari á Laugarvatni en var ættaður frá Raufarhöfn og hafði unnið þar ungur maður í síld og það má eiginlega segja að hans ferill sem sagnfræðingur hafi snúist fyrst og fremst um þetta. Hann vann mjög mikilvæga heimildarvinnu varðandi síldina sem kom fram í nánast öllum skólaritgerðum sem hann skrifaði og sérritum sem hann vann fyrir síldarútvegsnefnd sem enduðu flestar inni í þessari stóru þriggja binda síldarsögu.“ Já… „Þar áður hafði Birgir Sigurðsson leikskáld, sem nú er nýlátinn, skrifað litla bók sem heitir Svartur sjór af síld sem kom út 1988. Mjög skemmtileg bók sem margir þekkja vegna þess að kom hún út í stóru upplagi og var gefin sömuleiðis út í kiljuformi. Hún er innblásin mjög af hans stílkrafti.“ Hver er fólkið?Þessum þræði þulunnar er hvergi nærri lokið… fróðleikur um síldina og allt sem henni við kemur rennur upp úr Páli. „Þar áður var karl sem hét Matthías Þórðarson, var af Matthíasar Jochumsonar-kyninu og alinn upp á Kjalarnesinu sem fór ungur að vinna á skútum, náði sér í skipstjórnarréttindi; við erum að tala um aldamótin 1900.Páll hefur unnið sleitulaust að hinu mikla verki nú í þrjú ár. Nú þarf hann að finna aftur líf sitt eftir þetta mikla grúsk.visir/vilhelmHann fór síðan til Kaupmannahafnar og gaf þar út í fjölda ára norrænt tímarit um fiskveiðar og fiskiðnað og skip og því var dreift um öll Norðurlönd. Hann tók saman síldarsögu 1930 og gaf hana aftur út 1939. Þetta er náttúrlega þessi bóklegi grundvöllur sem maður stendur á.“ Þegar þarna er komið sögu í viðtalinu er blaðamaður farinn að svitna, það hafði ekki verið lagt upp með það að fara svo nákvæmlega í saumana á ritinu, og við erum ekki einu sinni komin að verkinu sjálfu heldur bakgrunni þess. En, það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að varpa fram spurningu því Páll spyr sig sjálfur: „Þá spyr maður sjálfan sig: Er þá nokkru við þetta að bæta? En þá fer maður að leita, hvar er fólkið? Maður fer að kanna aðrar ritaðar heimildir sem eru náttúrlega fyrst og fremst faldar í endurminningabókum af öllu tagi, viðtölum í tímaritum og blöðum, og fréttum; látlausum fréttum í blöðum. Og það eru þarna náttúrlega nokkrar þjóðhetjur á ferðinni. Þorsteinn í Garði var skipstjóri sem allir Íslendingar þekktu þegar ég var strákur og þeir bræður. Það eru skipstjórarnir.“Katrín og Bjarni bæði af síldarspekúlöntum kominSvo eru það náttúrlega útgerðarmennirnir, heldur Páll Baldvin áfram. Og það er nú líkast til. Ekki síst þar sem merkja má hversu dramatísk tíðin var.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra eru bæði komin af síldarspekúlöntum.Vísir/Vilhelm„Sveinn Benediktsson, afi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, bróðir Bjarna og Péturs. Þeir strákar voru allir í síld. Meira að segja pabbi Bjarna var í síld í bláendann. Furðulegt og fyndið að það eru tveir ráðherrar í ríkisstjórninni sem eiga forkólfa í síldveiðum og síldarvinnslu forfeður; Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Þau eru bæði komin af síldarspekúlöntum. Þau væru örugglega ekki til ef síldin hefði ekki orðið. Tilvera þeirra er óhugsandi án síldarinnar. Ég held meira að segja að hann Jakob sé af Siglufirði, en ég þori ekki að fara með það.“Síldarspekúlantarnir töpuðu ölluOg Páll heldur áfram að tíunda persónur og leikendur: „Svo eru gæjar eins og Pétur Thorsteinsson, Thor Jensen, Óskar Halldórsson, Ottó Tulinius … þetta eru menn sem verða ríkir á síld. En það er hins vegar athyglisvert með þá alla að á gamalsaldri þá eiginlega tapa þeir öllu. Og eru á leiðinni búnir að tapa öllu nokkrum sinnum. Óskar Halldórsson varð gjaldþrota fjórum sinnum! Þannig að þú ert með inni í þessu jafnvel þá sem voru í efsta laginu, þeir sem höfðu úr mestu að moða, í þeirra lífi eru áföllin þannig að bundin eru við þau gríðarleg örlög.“Mynd úr bók Páls. Hana prýða rúmlega þúsund ljósmyndir en fyrir liggur að mikil orka hefur farið í myndvinnslu.Svo á náttúrulega eftir að taka síldarstaðina alla, þorpin? (Spyr Páll sjálfur.)„Já. Á ákveðnu tímabili, fyrir fyrra stríð og inn í fyrra stríðið eru hvorki meira né minna en tíu síldarplön á Reykjarfirði á Ströndum. Þau eru öll í eigu útlendinga. Síðar rís þar verksmiðja. Sem er stærsta og fullkomnasta bræðsluverksmiðja í heiminum á þeim tíma. Önnur rís í næsta firði. Í Ingólfsfirði. Fullbúin og mjög fullkomin verksmiðja. Þessar verksmiðjur eru báðar rústir í dag.“Mikil örlög tengd síldinniOg Páll lætur sig ekki muna um að fara hringinn í kringum landið án þess að depla auga. „Þú getur farið frá Bíldudal, farið fyrir kjálkann, inn í Húnaflóann og alla leið að Djúpavogi. Þú getur tekið þorpin á Reykjanesinu, Vestmannaeyjar, Grindavík, Garð, Keflavík … þetta eru allt síldarstaðir. Meira að segja Reykjavík er á tímabili síldarstaður. Og á öllum stöðunum, þegar fiskurinn veiðist og þegar honum er landað á þessum stöðum, verða þessar byggðir til fyrir alvöru. Sumar þeirra bara detta síðan út og verða ekki neitt meir. Seyðisfjörður verður höfuðstaður Austurlands.“ Páll segir Seyðisfjörð meira að segja hafa skákað Reykjavík hvað varðar uppbyggingu á ákveðnu tímabili þegar Norðmennirnir eru þar frá 1867 fram undir 1890.Páll að heimili sínu. Hann er nú að jafna sig og gerir það með lestri reifara, íslenskra skáldsagna og erlendra leikrita, eins og var áður en hann lagðist í grúskið.visir/vilhelm„Þá byggist staðurinn upp. Svo fer bara síldin og áratugum saman er staðurinn í algjöru dái. Ekkert sem gerist þar. Þar til síldin kemur aftur austur. Við göngurnar á þessum fiski eru bundin ótrúlega mikil örlög bæði í byggðaþróun og í lífi fólks. Og það er sú saga sem verið er að reyna að segja. Flutningar á landinu, þegar vertíð er. Hundruðum saman fer fólk til að leita að vinnu.“Fólk við hungurmörkÁ sama tíma er það svoleiðis að fyrir utan 3 mílna landhelgismörkin, því stóran hluta tímabilsins var landhelgin 3 mílur. „Þar eru skipaflotar franskir, þýskir, sænskir, finnskir, danskir og sérstaklega norskir. Sem eru hérna rétt utan við línuna að veiða. Þeir þurfa að koma hérna inn. Stundum eru 200 skip stundum sem liggja inni á Siglufirði. Tvö þúsund manns sem fara í land í þorpi sem telur bara örfá hundruð. Þannig að það er rosalega mikið stöff í þessu.“Séð út Ingólfsfjörð á Ströndum. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Vísir/EgillAPáll Baldvin tendrast upp þegar hann rekur þetta söguefni sem hann gerir skil í sínu mikla verki. Hann segir þetta textavinnu fyrst og fremst, stundum liggja fyrir yfirlitsgreinar sem taka þarf saman og gera skil meðan að í öðrum tilvikum liggur aðeins fyrir vitnisburður. „Hvernig var að vera sonur matselju í Hrísey fyrir sjö ára strák 1923? Til dæmis. Hvernig líf var það fyrir sjö ára strák. Jú, hann fékk að borða en hann lýsir aðstæðum sem börnin í Hrísey bjuggu við þar sem þau sváfu á þangdýnum. Langan tíma af þessari sögu erum við að lýsa fólki sem bjó við hungurmörk.“ Eltingarleikurinn við silfur hafsinsEn, maður hefur einhvern veginn staðið í þeirri meiningu að þessum uppgangi öllum hafi fylgt velmegun, allsnægtir?„Jújú, en það stendur svo stutt. Það er beðið með að veiða síldina þar til hún er komin á rétta staði og byrjuð að vaða. Og hún er kannski bara á miðunum sem hægt er að nálgast í sex vikur. Beðið er eftir því að hún komi hingað glorhungruð í átuna hvort sem það er fyrir austan eða norðan eða vestan. Við erum að tala um sumarsíldina núna. Hún er fyrst og fremst að fita sig og þá er leyft, þegar menn ná einhverjum tökum á veiðinni og eftir að búið er að hrekja útlendingana út fyrir fjórar mílur, með að veiða hana. Það er kannski bara hægt í sex vikur. Og þá er hún farin. Tíminn er svo stuttur sem þú getur verið að veiða hana og vinna í söltun. Svo er hægt að veiða hana áfram í helvítis verksmiðjurnar þar sem búið er til dýrafóður úr henni, lýsi til að smyrja vélar niðri í Evrópu.“ Síldin hefur enn áhrif á þjóðarsálinaÞessi tími hefur haft gríðarleg áhrif á mentalítet þjóðarsálarinnar. Um það er engum blöðum að fletta. Þetta „take the money and run-mentalítet“. „Jújú, við verðum að heyja meðan er þurrkur og þá bara vinnum við fram í myrkur. Við verðum að vinna aflann meðan hann kemur að landi, salta síldina þegar gefst, standa og veiða meðan afla er að fá. Skipið fullt. Menn voru að standa í 36 tíma áður en vökulögin voru sett. Þær sem vinna lengst af við söltun segja að þær hafi staðið yfir tunnunni og saltað í á þriðja sólarhring. Þær standa meðan þær standa. Jafnvel þó þær séu komnar í ákveðið vinnufyrirkomulag – akkorð en þá er borgað borgað fyrir tunnuna – jafnvel þó þær séu orðnar svo hægar af þreytu að þær varla standi. Þú verður að taka vinnuna þegar hún gefst. Og þú verður að vinna eins mikið og lengi og þú getur til að hafa sem mest upp úr þér.“Úr verki Páls. Óhætt er að segja að þjóðin sé enn að glíma við einhvers konar áfallastreituröskun vegna síldaráranna. Genetískur vandi að sögn höfundar.Og við þennan hugsunarhátt eigum við enn að etja í dag. „Jú, ég held að þetta sé erfðafræðilegt vandamál þar sem þú býrð við svona gríðarlega harkalegar aðstæður í náttúru og gjöfum hennar þá er það svoleiðis að þetta rennur okkur í merg. Og erum ekkert farin að venja okkur af þessu enn þá. Miklu skemmtilegra að vinna í ofboðslegri törn en vera í reglubundinni vinnu og vera með eðlileg og jöfn afköst. Held ég.“Grúskið fer ágætlega með sálarlífiðLengstum framan af sínum ágæta starfsferli var Páll að gegna störfum sem kröfðust þess að umgangast fólk. Nú er hann skyndilega og óvænt, eða fyrir um áratug, orðinn einhver helsti grúskari landsins, þetta eru mikil viðbrigði. Þú ert bara farinn?„Jájá. Þetta er bara svoleiðis vinna. Þetta er það sem meira og minna allir rithöfundar þurfa að strita við, búa við félagslega einangrun og eru að ímynda sér að í því ástandi geti þeir sagt frá fólki, lífi þess og aðstæðum. Að ganga inn í svona verkefni hefur gríðarleg einangrun í för með sér. Það verður að viðurkennast.“Og hvernig fer það með þig?„Þetta fer ágætlega með sálarlífið, ég hef aldrei átt í vandræðum með að vera einn.“ Reynir að öðlast eðlilegt líf á nýMeðan Páll andaði varla á milli orða þegar Síldarárin voru til tals hægist allt tempó þegar blaðamaður reynir að beina sjónum að honum sjálfum í öllu þessu. Þá rekur hann í vörðurnar. Hvernig gengur að slíta sig frá þessu, kannski varla farið að reyna á það?„Nei. Það komu þarna einhverjar fjórar vikur þegar það var búið að skila þessu til frekari vinnslu. Í prentun og það allt. Öllu nema nafnalistanum sem Nanna Rögnvaldardóttir vann. Þá fór maður bara að reyna að átta sig á því hvernig veðrið væri. Lesa reifara, íslensk skáldverk og útlend leikrit og þetta sem maður gerði sér til dægrastyttingar hér áður fyrr.“ Reyndar tók Páll þá strax við formennsku í leiklistarráði þar sem verið er að ganga frá styrkveitingum til sjálfstæðra leikhópa. Sú vinna tók við af hinni. „En við erum að verða búin með það verkefni. Þá finnur maður sér bara eitthvað annað til dundurs. […] Hmmm. Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna frímerkjum, eins og Megas segir.“
Bókmenntir Menning Höfundatal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira