Réðst ítrekað á unnustu sína og nauðgaði annarri konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:38 Maðurinn var ákærður fyrir mörg brot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira