Skáldsagnarstórflóð og aukinn lestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:00 Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að aðsóknin á þessa níundu Bókamessu sem haldin hefur verið hér á landi hafi verið afar góð í Hörpunni um helgina. Mikil gróska einkenni bókaútgáfu í ár. „Það er mikil aukning í skáldsögum fyrir fullorðna en í ár eru 21% fleiri titlar fegnir út en í fyrra. Það eru 50% fleiri ljóðabækur en í fyrra og ríflega 40% fleiri skáldsögur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og um helmingur af þeim bókum er skrifaður af íslenskum höfundum. Það má í raun kalla þetta skáldsagnarstórflóð. Aðspurð um hvað skýri þessa aukningu segir Bryndís: „Ætli ég bendi ekki á Háskóla Íslands en nú er byrjað að kenna fólki að skrifa en áður fóru höfundar meira í Bókmenntafræði. Þá er ungt fólk að lesa og skrifa mikið og er áhugasamt um tungumálið,“ segir Bryndís. Aukning á lestri Bryndís segir sérstakt fagnaðarefni að lestur hafi aukist. „Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta gerði fyrir stuttu síðan kom í ljós að Íslendingar lesa að meðaltali 2,3 bækur á mánuði en lásu um tvær bækur í síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauðiMilljónasta bókin Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauði. Hann fagnaði því að milljónasta bókin hans hefur nú selst miðað við sölutölur frá ýmsum löndum þar sem bækur hans hafa komið út. „Það hefur verið gaman að sjá hversu margir hafa komið hingað um helgina. Bókin lifir greinilega ennþá góðu lífi,“ sagði Ragnar Jónasson. Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag.Fagnaðarefni hvað krakkar lesa mikið Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag. „Það er greinilegt að fólk er mjög áhugasamt um bókmenntir bæði börn og fullorðnir. Íslenskir krakka vilja lesa og við þurfum að gefa út mjög fjölbreyttar og mikið af bókum fyrir krakka því það er svo margt annað sem þau hafa áhuga á. Það er alveg frábært að sjá hversu margir eru að gefa út barnabækur fyrir þessi jól,“ segir Eva Rún. Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum.Fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum. Aðspurður um hvað væri nú markverðast í bókinni sagði Páll: „Markverðast er náttúrulega hvað fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Þá breytti síldin miklu í íslensku þjóðlífi. Byggðin varð til í kringum hana allt í kringum landið. Hún skóp hluta af borgarastéttinni þá sem áttu fjármagn til að byggja skip og halda þeim út til veiða. Fyrir utan það að það voru Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar og Bretar sem græddu á henni um leið.“ segir Páll.Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár.Þrír nýjir höfundar hjá Sögum Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár. „Við erum með bók eftir Björgvin Pál Gústafsson, Án filters, sem hefur fengið mikið lof. Þá er hér fyrsta ljóðabókin eftir Braga Pál, Austur, sem er hressandi lesning fyrir jólin og svo erum við með nýjan barnabókahöfund Hildi Loftsdóttur sem skrifar bókina, Eyðieyjan:Urr, öskur, fótur og fit, sem er virkilega spennandi bók fyrir alla aldurshópa,“ segir Kristján. Upplestur á Bókamessu Bókmenntir Menning Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að aðsóknin á þessa níundu Bókamessu sem haldin hefur verið hér á landi hafi verið afar góð í Hörpunni um helgina. Mikil gróska einkenni bókaútgáfu í ár. „Það er mikil aukning í skáldsögum fyrir fullorðna en í ár eru 21% fleiri titlar fegnir út en í fyrra. Það eru 50% fleiri ljóðabækur en í fyrra og ríflega 40% fleiri skáldsögur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og um helmingur af þeim bókum er skrifaður af íslenskum höfundum. Það má í raun kalla þetta skáldsagnarstórflóð. Aðspurð um hvað skýri þessa aukningu segir Bryndís: „Ætli ég bendi ekki á Háskóla Íslands en nú er byrjað að kenna fólki að skrifa en áður fóru höfundar meira í Bókmenntafræði. Þá er ungt fólk að lesa og skrifa mikið og er áhugasamt um tungumálið,“ segir Bryndís. Aukning á lestri Bryndís segir sérstakt fagnaðarefni að lestur hafi aukist. „Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta gerði fyrir stuttu síðan kom í ljós að Íslendingar lesa að meðaltali 2,3 bækur á mánuði en lásu um tvær bækur í síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauðiMilljónasta bókin Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauði. Hann fagnaði því að milljónasta bókin hans hefur nú selst miðað við sölutölur frá ýmsum löndum þar sem bækur hans hafa komið út. „Það hefur verið gaman að sjá hversu margir hafa komið hingað um helgina. Bókin lifir greinilega ennþá góðu lífi,“ sagði Ragnar Jónasson. Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag.Fagnaðarefni hvað krakkar lesa mikið Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag. „Það er greinilegt að fólk er mjög áhugasamt um bókmenntir bæði börn og fullorðnir. Íslenskir krakka vilja lesa og við þurfum að gefa út mjög fjölbreyttar og mikið af bókum fyrir krakka því það er svo margt annað sem þau hafa áhuga á. Það er alveg frábært að sjá hversu margir eru að gefa út barnabækur fyrir þessi jól,“ segir Eva Rún. Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum.Fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum. Aðspurður um hvað væri nú markverðast í bókinni sagði Páll: „Markverðast er náttúrulega hvað fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Þá breytti síldin miklu í íslensku þjóðlífi. Byggðin varð til í kringum hana allt í kringum landið. Hún skóp hluta af borgarastéttinni þá sem áttu fjármagn til að byggja skip og halda þeim út til veiða. Fyrir utan það að það voru Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar og Bretar sem græddu á henni um leið.“ segir Páll.Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár.Þrír nýjir höfundar hjá Sögum Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár. „Við erum með bók eftir Björgvin Pál Gústafsson, Án filters, sem hefur fengið mikið lof. Þá er hér fyrsta ljóðabókin eftir Braga Pál, Austur, sem er hressandi lesning fyrir jólin og svo erum við með nýjan barnabókahöfund Hildi Loftsdóttur sem skrifar bókina, Eyðieyjan:Urr, öskur, fótur og fit, sem er virkilega spennandi bók fyrir alla aldurshópa,“ segir Kristján. Upplestur á Bókamessu
Bókmenntir Menning Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira