Fótbolti

Sverrir hafði betur gegn Ögmundi og mikilvægur sigur CSKA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason var í sigurliði í dag.
Sverrir Ingi Ingason var í sigurliði í dag. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Larissa er liðin mættust í Íslendingaslag í gríska boltanum í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 16. mínútu er Karol Swiderski skoraði sigurmarkið. Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn PAOK en Ögmundur Kristinsson stóð í marki Larissa.

PAOK eru í öðru sætinu, með jafn mörg stig og topplið Olympiacos, en Larissa er í sjöunda sætinu með fimmtán stig.

CSKA Moskva vann mikilvægan 1-0 sigur á Krylya Sovetov Samara á heimavelli í rússneska boltanum en Nikola Vlasic skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðarson var tekinn af velli á 58. mínútu.

CSKA er því í 3. sætinu, sex stigum á eftir toppliði Zenit frá Pétursborg, en stigi á eftir grönnunum í Lokomotiv sem eru í öðru sætinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×