Hyggst vinna sína vinnu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 15:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. Þar kröfðust mótmælendur þess meðal annars að Kristján Þór myndi segja af sér og ítrekuðu kröfu um nýja stjórnarskrá með sérstöku auðlindaákvæði.Sjá einnig: „Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ „Viðbrögð mín við fundinum eru engin sérstök að öðru leyti heldur en því að ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku,“ svaraði Kristján Þór. Hann muni áfram gæta að hæfi, hvort heldur sem um er að ræða sérstök mál eða annað. „Og leggja mig bara einfaldlega fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi,“ sagði Kristján Þór. Í síðari fyrirspurn spurði Halldóra hvað þyrfti þá eiginlega til svo að hann myndi íhuga að segja af sér. Vísaði hún til þess að yfir fjögur þúsund manns hafi sótt útifundinn á laugardaginn. „Hversu margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist?“ spurði Halldóra. Kristján Þór svaraði því til að hann hefði engan sérstakan mælikvarða á það. „Ég finn bæði fyrir trausti og vantrausti eins og við stjórnmálamenn gerum iðulega,“ sagði Kristján Þór. Störf stjórnmálamanna séu í eðli sínu umdeild. „Við leggjum verk okkar í dóm kjósenda oftast nær á fjögurra ára fresti. Ég treysti mér fyllilega til þess að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til að gegna störfum fyrir Norðausturkjördæmi en um leið taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla landsmenn,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. Þar kröfðust mótmælendur þess meðal annars að Kristján Þór myndi segja af sér og ítrekuðu kröfu um nýja stjórnarskrá með sérstöku auðlindaákvæði.Sjá einnig: „Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ „Viðbrögð mín við fundinum eru engin sérstök að öðru leyti heldur en því að ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku,“ svaraði Kristján Þór. Hann muni áfram gæta að hæfi, hvort heldur sem um er að ræða sérstök mál eða annað. „Og leggja mig bara einfaldlega fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi,“ sagði Kristján Þór. Í síðari fyrirspurn spurði Halldóra hvað þyrfti þá eiginlega til svo að hann myndi íhuga að segja af sér. Vísaði hún til þess að yfir fjögur þúsund manns hafi sótt útifundinn á laugardaginn. „Hversu margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist?“ spurði Halldóra. Kristján Þór svaraði því til að hann hefði engan sérstakan mælikvarða á það. „Ég finn bæði fyrir trausti og vantrausti eins og við stjórnmálamenn gerum iðulega,“ sagði Kristján Þór. Störf stjórnmálamanna séu í eðli sínu umdeild. „Við leggjum verk okkar í dóm kjósenda oftast nær á fjögurra ára fresti. Ég treysti mér fyllilega til þess að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til að gegna störfum fyrir Norðausturkjördæmi en um leið taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla landsmenn,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira